Pistillinn: Fullorðni óvitinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 06:00 Nordic Photos / Getty Images „Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum. Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
„Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum.
Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira