Einvígi krónprinsins og kóngsins í jólabókaflóðinu 11. október 2011 08:00 Óttar M. Norðfjörð og Arnaldur Indriðason gefa báðir út bækur fyrir jól um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís. „Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira