Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er vongóður um að hægt verði að ganga frá ráðningu Lars Lagerbäck í starf landsliðsþjálfara karla í næstu viku.
Geir gat ekki tjáð sig um gang viðræðnanna að öðru leyti en að þær gengju vel. „Ég vil yfirleitt klára svona mál sem fyrst og vona að við getum klárað þetta í næstu viku," sagði hann við Fréttablaðið í gær.
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum yfir að of dýrt verði að ráða erlendan þjálfara en Geir gaf lítið fyrir það. „Við breytum engu í rekstri KSÍ fyrir þessa ráðningu," bætti hann við.
Íslenski boltinn