Það fer ekki á milli mála að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er hafin og miðborgin er full af erlendum sem innlendum tónlistarunnendum. Það var stappfullt á Kex Hostel í hádeginu í gær þegar ein vinsælasta hljómsveit landsins, GusGus, steig á stokk og söng fyrir veðurbarða tónleikagesti. Svo mikið var stuðið að undir lokin voru flestir farnir að dilla sér við dansvæna tóna GusGus og lofuðu tónleikarnir góðu fyrir framhaldið á tónlistarhátíðinni.
