Forsetahjónin skemmta sér með norræna aðlinum 14. október 2011 08:00 Glæsilegur gala-kvöldverður Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd glæsilegan galakvöldverð hjá American-Scandinavian Foundation. Dýrustu borðin kosta í kringum sex milljónir íslenskra króna en meðal nafntogaðra Íslendinga sem hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna eru Helgi Tómasson og Björgólfur Guðmundsson. Veislustjóri kvöldsins verður hins vegar hin norska Liv Ullmann. Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira