Ég er alls enginn harðstjóri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2011 11:00 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck virkar sem afar geðugur maður. Hann ber sig vel, er yfirvegaður, kurteis og spar á allar stórar yfirlýsingar. Hann virkar lítillátur. Kollegar mínir í Svíþjóð segja að hann sé frekar þurr á manninn og gefi lítið af sér. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, enda kom Lagerbäck afar vel fyrir í gær og almenn jákvæðni var meðal íslenskra fjölmiðlamanna með fyrstu kynnin af Svíanum. „Ég á tvö börn og konu. Ég get sagt þér að börnin mín eru 40 og 36 ára. Meira ræði ég ekki um fjölskylduna, enda hef ég aldrei viljað tala um einkalíf mitt. Það breytist ekkert núna," sagði Lagerbäck og brosti vinalega til blaðamanns, sem brosti á móti enda tilgangur viðtalsins ekki að þjarma að þjálfaranum um einkalíf hans. Blaðamaður hafði meiri áhuga á viðhorfi hans til fótboltans og hvernig hann ætlaði sér eiginlega að koma landsliðinu okkar í gang eftir allt of mörg vonbrigðaár. „Ég var alltaf spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. Ég hef haft gaman af því að koma til landsins og líkar afar vel við fólkið. Ég hef þess utan alltaf borið virðingu fyrir íslenskum fótbolta og þegar ég stýrði Svíum gegn Íslandi tók ég þá leiki mjög alvarlega," sagði Lagerbäck, en það kemur kannski einhverjum á óvart að hann sé á þeirri skoðun að heimamaður eigi að þjálfa landsliðið. „Ég tel það vera best að heimamaður þjálfi landslið. Sá maður finnst samt ekki alltaf og það er mér mikil ánægja að koma hingað og deila minni reynslu með íslenskum þjálfurum." Lagerbäck tekur ekki formlega við liðinu fyrr en um áramót en mun eðlilega byrja að leggja grunninn að sinni vinnu sem fyrst. „Íslenska landsliðsþjálfarastarfið er áhugavert starf. Það sem ég þekki til Íslendinga er gott. Þeir hafa jákvætt hugarfar, eru duglegir og leggja hart að sér. Það eru að koma upp efnilegir strákar í landsliðið. Allt þetta gerir verkefnið spennandi," sagði Lagerbäck, en hann viðurkennir fúslega að þekkja ekki mikið til íslensku leikmannanna. „Ég hef ekki fylgst vel með liðinu og aðeins séð það spila gegn Noregi í Ósló. Ég sá aðeins til U-21 árs liðsins á EM í Danmörku og svo hef ég séð Kolbein Sigþórsson spila með Ajax. Ég viðurkenni því að ég þarf að kynna mér strákana í liðinu og fer í það fljótlega að skoða myndbönd með leikjum íslenska liðsins." Lagerbäck segist koma að algjörlega hreinu borði. Hann þekki ekki forsögu liðsins og gagnrýni um agaleysi. Allir leikmenn munu byrja með hreint borð hjá honum er hann sest í þjálfarastólinn eftir áramót. Setti Zlatan í skammarkrókinnXX XX XXÞað orð fer af Lagerbäck að hann sé harður í horn að taka og sætti sig illa við agaleysi. Það fékk stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic að reyna á sínum tíma. Hann braut þá agareglur landsliðsins er hann var of lengi úti á lífinu. Lagerbäck tók hann engum vettlingatökum heldur henti honum út úr landsliðinu. „Vonandi verða engin agavandamál í íslenska landsliðinu. Ég mun gera leikmönnum landsliðsins grein fyrir því að til þess að ná árangri þurfa menn að vera agaðir innan sem utan vallar. Ég mun gera þeim það alveg ljóst og ef menn geta ekki farið eftir því sem ég legg upp með spila þeir ekki með landsliðinu. Allir leikmenn þurfa að vera 100 prósent tilbúnir fyrir landsliðið," sagði Lagerbäck en telur hann sig vera harðstjóra? „Nei, ég er alls enginn harðstjóri. Ég er samt ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir. Ef leikmaður hagar sér ekki á réttan hátt þarf að taka í taumana. Ég er þess utan alltaf til í viðræður og trúi á að menn geti skipst frjálslega á skoðunum. Það er mjög mikilvægt. Það er best ef allir ná saman og eru á sömu línu. Þegar ég var með sænska liðið töluðum við allir mikið saman og bjuggum til sterka liðsheild. Það skilaði sænska liðinu þessum fína árangri undir minni stjórn," sagði Svíinn, sem kom sænska landsliðinu á fimm stórmót í röð. Ekki pláss fyrir þá sem brjóta viljandi agareglurMynd/VilhelmÞó svo að Lagerbäck sé óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og taki fast á agamálum vill hann hafa sem fæstar reglur. „Þegar ég var með sænska landsliðið voru ekki margar reglur. Leikmenn vissu samt að þeir gætu ekki verið að fá sér í glas og fara út á lífið þegar þeir voru með landsliðinu. Ef ég lendi í því að einhver leikmaður íslenska liðsins brýtur agareglur mun ég byrja á því að spyrja viðkomandi út í málið. Kannski er eðlileg skýring og þá finnur maður lausn á vandamálinu. Ef einhver er aftur á móti að brjóta agareglur viljandi er ekkert pláss fyrir viðkomandi leikmann í landsliðinu." Lagerbäck spilaði leikkerfið 4-4-2 með Svíum. Ísland hefur meira og minna verið að spila 4-5-1 síðustu ár. Hvernig sér Svíinn fyrir sér að íslenska liðið spili undir hans stjórn? „Það er of snemmt að segja hvernig ég læt liðið spila. Ég vil hafa ellefu bestu leikmennina inn á hverju sinni. Ég mun samt alltaf spila með fjóra varnarmenn. Ég vil líka spila svæðisvörn. Hvernig ég útfæri sóknarleikinn á eftir að koma í ljós og mun líka velta á því hvaða leikmenn standa mér til boða hverju sinni. Ég kýs helst að spila með tvo framherja en hvort það gengur með íslenska liðið á eftir að koma í ljós." Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson mun aðstoða Lagerbäck en hvernig verður hans aðstoðarlið þess utan? „Ég vil helst hafa sem fæsta aðstoðarmenn. Því fleiri sem koma að málum, þeim mun flóknari verður vinnan. Í kringum liðið vil ég hafa markvarðaþjálfara, aðstoðarþjálfara og svo þarf ég að minnsta kosti einn útsendara sem njósnar um andstæðinga okkar. Svo þarf myndbandasérfræðing og það verður líklega Heimir til að byrja með," sagði Lagerbäck, sem mun ekki flytja til landsins enda er hann nær flestum landsliðsmönnum okkar í Svíþjóð. „Ég mun engu að síður reyna að koma hingað eins oft og ég þarf. Það er samt auðveldara fyrir mig að hitta leikmennina ef ég verð áfram í Svíþjóð. Ég mun síðan reyna að eiga gott samband við þjálfarana á Íslandi og funda með þeim." Óttaðist veðrið á Íslandi en ekki LaugardalsvöllMynd/VilhelmÞað hefur ekki hjálpað landsliðinu á undanförnum árum að heimavöllur Íslands, Laugardalsvöllur, er ekki nein gryfja. Áhorfendur eru langt frá vellinum og láta þess utan lítið í sér heyra. Lagerbäck hefur stýrt liði á Laugardalsvelli gegn Íslandi og segir það ekki hafa verið ógnvekjandi reynslu. „Það sem maður óttaðist við að koma til Íslands var veðrið en ekki áhorfendurnir og völlurinn. Það er mikilvægt að eiga sterkan heimavöll sem andstæðingurinn óttast. Það er ekki hægt að byggja upp hræðslu fyrir vellinum fyrr en árangurinn kemur. Þá kemur líka meiri stemning í stúkuna og leikmennina. Þeir trúa því að þeir geti náð árangri á heimavelli. Við þurfum því einfaldlega að byrja að vinna leiki," sagði Lagerbäck kíminn. Þetta er ekki svo flókið eftir allt saman. Íslenski boltinn Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Lars Lagerbäck virkar sem afar geðugur maður. Hann ber sig vel, er yfirvegaður, kurteis og spar á allar stórar yfirlýsingar. Hann virkar lítillátur. Kollegar mínir í Svíþjóð segja að hann sé frekar þurr á manninn og gefi lítið af sér. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, enda kom Lagerbäck afar vel fyrir í gær og almenn jákvæðni var meðal íslenskra fjölmiðlamanna með fyrstu kynnin af Svíanum. „Ég á tvö börn og konu. Ég get sagt þér að börnin mín eru 40 og 36 ára. Meira ræði ég ekki um fjölskylduna, enda hef ég aldrei viljað tala um einkalíf mitt. Það breytist ekkert núna," sagði Lagerbäck og brosti vinalega til blaðamanns, sem brosti á móti enda tilgangur viðtalsins ekki að þjarma að þjálfaranum um einkalíf hans. Blaðamaður hafði meiri áhuga á viðhorfi hans til fótboltans og hvernig hann ætlaði sér eiginlega að koma landsliðinu okkar í gang eftir allt of mörg vonbrigðaár. „Ég var alltaf spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. Ég hef haft gaman af því að koma til landsins og líkar afar vel við fólkið. Ég hef þess utan alltaf borið virðingu fyrir íslenskum fótbolta og þegar ég stýrði Svíum gegn Íslandi tók ég þá leiki mjög alvarlega," sagði Lagerbäck, en það kemur kannski einhverjum á óvart að hann sé á þeirri skoðun að heimamaður eigi að þjálfa landsliðið. „Ég tel það vera best að heimamaður þjálfi landslið. Sá maður finnst samt ekki alltaf og það er mér mikil ánægja að koma hingað og deila minni reynslu með íslenskum þjálfurum." Lagerbäck tekur ekki formlega við liðinu fyrr en um áramót en mun eðlilega byrja að leggja grunninn að sinni vinnu sem fyrst. „Íslenska landsliðsþjálfarastarfið er áhugavert starf. Það sem ég þekki til Íslendinga er gott. Þeir hafa jákvætt hugarfar, eru duglegir og leggja hart að sér. Það eru að koma upp efnilegir strákar í landsliðið. Allt þetta gerir verkefnið spennandi," sagði Lagerbäck, en hann viðurkennir fúslega að þekkja ekki mikið til íslensku leikmannanna. „Ég hef ekki fylgst vel með liðinu og aðeins séð það spila gegn Noregi í Ósló. Ég sá aðeins til U-21 árs liðsins á EM í Danmörku og svo hef ég séð Kolbein Sigþórsson spila með Ajax. Ég viðurkenni því að ég þarf að kynna mér strákana í liðinu og fer í það fljótlega að skoða myndbönd með leikjum íslenska liðsins." Lagerbäck segist koma að algjörlega hreinu borði. Hann þekki ekki forsögu liðsins og gagnrýni um agaleysi. Allir leikmenn munu byrja með hreint borð hjá honum er hann sest í þjálfarastólinn eftir áramót. Setti Zlatan í skammarkrókinnXX XX XXÞað orð fer af Lagerbäck að hann sé harður í horn að taka og sætti sig illa við agaleysi. Það fékk stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic að reyna á sínum tíma. Hann braut þá agareglur landsliðsins er hann var of lengi úti á lífinu. Lagerbäck tók hann engum vettlingatökum heldur henti honum út úr landsliðinu. „Vonandi verða engin agavandamál í íslenska landsliðinu. Ég mun gera leikmönnum landsliðsins grein fyrir því að til þess að ná árangri þurfa menn að vera agaðir innan sem utan vallar. Ég mun gera þeim það alveg ljóst og ef menn geta ekki farið eftir því sem ég legg upp með spila þeir ekki með landsliðinu. Allir leikmenn þurfa að vera 100 prósent tilbúnir fyrir landsliðið," sagði Lagerbäck en telur hann sig vera harðstjóra? „Nei, ég er alls enginn harðstjóri. Ég er samt ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir. Ef leikmaður hagar sér ekki á réttan hátt þarf að taka í taumana. Ég er þess utan alltaf til í viðræður og trúi á að menn geti skipst frjálslega á skoðunum. Það er mjög mikilvægt. Það er best ef allir ná saman og eru á sömu línu. Þegar ég var með sænska liðið töluðum við allir mikið saman og bjuggum til sterka liðsheild. Það skilaði sænska liðinu þessum fína árangri undir minni stjórn," sagði Svíinn, sem kom sænska landsliðinu á fimm stórmót í röð. Ekki pláss fyrir þá sem brjóta viljandi agareglurMynd/VilhelmÞó svo að Lagerbäck sé óhræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og taki fast á agamálum vill hann hafa sem fæstar reglur. „Þegar ég var með sænska landsliðið voru ekki margar reglur. Leikmenn vissu samt að þeir gætu ekki verið að fá sér í glas og fara út á lífið þegar þeir voru með landsliðinu. Ef ég lendi í því að einhver leikmaður íslenska liðsins brýtur agareglur mun ég byrja á því að spyrja viðkomandi út í málið. Kannski er eðlileg skýring og þá finnur maður lausn á vandamálinu. Ef einhver er aftur á móti að brjóta agareglur viljandi er ekkert pláss fyrir viðkomandi leikmann í landsliðinu." Lagerbäck spilaði leikkerfið 4-4-2 með Svíum. Ísland hefur meira og minna verið að spila 4-5-1 síðustu ár. Hvernig sér Svíinn fyrir sér að íslenska liðið spili undir hans stjórn? „Það er of snemmt að segja hvernig ég læt liðið spila. Ég vil hafa ellefu bestu leikmennina inn á hverju sinni. Ég mun samt alltaf spila með fjóra varnarmenn. Ég vil líka spila svæðisvörn. Hvernig ég útfæri sóknarleikinn á eftir að koma í ljós og mun líka velta á því hvaða leikmenn standa mér til boða hverju sinni. Ég kýs helst að spila með tvo framherja en hvort það gengur með íslenska liðið á eftir að koma í ljós." Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson mun aðstoða Lagerbäck en hvernig verður hans aðstoðarlið þess utan? „Ég vil helst hafa sem fæsta aðstoðarmenn. Því fleiri sem koma að málum, þeim mun flóknari verður vinnan. Í kringum liðið vil ég hafa markvarðaþjálfara, aðstoðarþjálfara og svo þarf ég að minnsta kosti einn útsendara sem njósnar um andstæðinga okkar. Svo þarf myndbandasérfræðing og það verður líklega Heimir til að byrja með," sagði Lagerbäck, sem mun ekki flytja til landsins enda er hann nær flestum landsliðsmönnum okkar í Svíþjóð. „Ég mun engu að síður reyna að koma hingað eins oft og ég þarf. Það er samt auðveldara fyrir mig að hitta leikmennina ef ég verð áfram í Svíþjóð. Ég mun síðan reyna að eiga gott samband við þjálfarana á Íslandi og funda með þeim." Óttaðist veðrið á Íslandi en ekki LaugardalsvöllMynd/VilhelmÞað hefur ekki hjálpað landsliðinu á undanförnum árum að heimavöllur Íslands, Laugardalsvöllur, er ekki nein gryfja. Áhorfendur eru langt frá vellinum og láta þess utan lítið í sér heyra. Lagerbäck hefur stýrt liði á Laugardalsvelli gegn Íslandi og segir það ekki hafa verið ógnvekjandi reynslu. „Það sem maður óttaðist við að koma til Íslands var veðrið en ekki áhorfendurnir og völlurinn. Það er mikilvægt að eiga sterkan heimavöll sem andstæðingurinn óttast. Það er ekki hægt að byggja upp hræðslu fyrir vellinum fyrr en árangurinn kemur. Þá kemur líka meiri stemning í stúkuna og leikmennina. Þeir trúa því að þeir geti náð árangri á heimavelli. Við þurfum því einfaldlega að byrja að vinna leiki," sagði Lagerbäck kíminn. Þetta er ekki svo flókið eftir allt saman.
Íslenski boltinn Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira