Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2011 09:00 Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Pistillinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt.
Pistillinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira