Plastic Ono Band á Iceland Airwaves: Salurinn tæmdist 15. október 2011 00:01 Plastic Ono Band Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira