Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson skrifar 15. október 2011 08:45 Athygli vakti á dögunum að ríkisstjórnin vildi ekki gera þær sakir upp við forseta Íslands í ríkisráði þegar hann fór í erlenda fjölmiðla til þess að tala gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Viðtal fjármálaráðherra á BBC í vikunni skýrir vel vanmátt ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Erlendir stjórnmálamenn og fréttamenn eiga erfitt með að skilja að þjóðhöfðingi tali gegn löggjafarþingi sínu og stefnu utanríkisráðherra síns. En augu þeirra verða eins og undirskálar þegar fjármálaráðherra lýsir því að flokkur hans hafi verið fylgjandi umsókn um aðild en sé henni þó í grundvallaratriðum andvígur. Forsetinn verður að sönnu ekki sakaður um tvöfeldni. Hann hefur hins vegar breytt túlkun stjórnarskrárinnar þannig að framkvæmdavaldið starfar nú í tveimur sjálfstæðum stoðum sem bera tvær gjörólíkar stefnur í utanríkismálum á borð fyrir stjórnvöld erlendra ríkja og erlenda fjölmiðla. Einu gildir hvort menn fylgja forsetanum eða utanríkisráðherranum að málum. Ekkert alvöru ríki getur leyft sér að búa við stjórnskipun af þessu tagi. Þegar fjármálaráðherrann kemur fram í BBC og lýsir stefnu sinni í Evrópumálum er hann hins vegar að sýna umheiminum hvernig menn eru tvöfaldir í roðinu á Íslandi. Við því er lítið að segja því að það er ákvörðun fólksins að hafa hlutina með þessum hætti. En það breytir ekki hinu að slík pólitísk tvöfeldni veikir stöðu Íslands í einhverjum mikilvægustu samningum sem Alþingi hefur tekið ákvörðun um.Veikleikamerki Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í vikunni skýrslu um framvindu aðildarviðræðna við Ísland. Hún er um margt athyglisverð. Íslenska stjórnsýslan fær til að mynda viðurkenningu fyrir öguð og vönduð vinnubrögð. En þar segir einnig að tiltölulega hægt miði með undirbúning aðildar á sviðum sem að hluta eða öllu standa utan við samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Þetta er alveg rétt mat. Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk framkvæmdastjórnarinnar að skýra hvers vegna staðan er ekki betri. En einmitt þar kemur pólitíska tvöfeldnin til sögunnar. Hún er meginskýringin á því að framvinda málsins hefur ekki verið hraðari. Það er ekki aðeins að tvöfeldnin dragi úr trúverðugleika gagnvart viðmælendunum heldur tefur hún beinlínis allan framgang málsins. Á þessu er einföld skýring. Á þeim sviðum sem eru utan evrópska efnahagssvæðisins þarf í mörgum tilvikum að móta pólitíska afstöðu Íslands og verja hagsmuni þess. Þeir sem eru efnislega andvígir öllum þeim breytingum sem hljótast af hugsanlegri aðild þrjóskast við að axla ábyrgð á því sem er andstætt skoðunum þeirra. Þetta eru mannleg viðbrögð og skiljanleg frá því sjónarmiði. En hér er verið að veikja stöðu Íslands og tefja viðreisn efnahagslífsins. Hinn stjórnarflokkurinn sem er fylgjandi aðild ber fulla pólitíska ábyrgð á þessari stöðu. Ráðherrar VG sitja í umboði Samfylkingarinnar. Hér eru miklir almannahagsmunir í húfi. Mikilvægt er því að menn geri sér grein fyrir því hvar vandamálin liggja og á hverra herðum ábyrgðin hvílir því kannanir benda til að ríflegur meirihluti vilji ljúka samningum.Endurtekin saga Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er vikið að stöðu efnahagsmála. Þar segir að vaxandi verðbólga hafi nýlega knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti en aftur á móti hafi á sama tíma verið gefinn slaki í ríkisfjármálum. Hér bendir framkvæmdastjórnin réttilega á misvísandi skilaboð frá þeim stjórnvöldum sem bera ábyrgð á ríkisfjármálum og peningamálum. Fjármálaráðherra sagði að slakað hefði verið á klónni í ríkisfjármálum vegna batnandi efnahags. Seðlabankinn herti aðhaldsaðgerðir vegna merkja um versnandi stöðu. Nákvæmlega þetta sama gerðist á árunum fyrir hrun. Þá var gefið eftir í ríkisfjármálunum á sama tíma og Seðlabankinn hækkaði vexti upp úr öllu valdi til að draga úr þenslu. Allir vita hvernig fór. Er þessi sögulega endurtekning skynsamleg? Hvort sem menn eru fylgjandi Evrópusambandsaðild eða andvígir má ljóst vera að þessi ábending framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sýnir veikleika í stjórn efnahagsmála. Aftur á móti er alveg ljóst að ríkisstjórn sem þannig stendur að málum er með hugann við allt annað en aðildarviðræðurnar. Fjármálaráðherra stefnir ekki að því að fullnægja þeim efnahagslegu stöðugleikakröfum sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Hugmynd hans er að beita gengisfellingum og verðbólgu. En hitt er alveg óútskýrt hvers vegna ráðherrar Samfylkingarinnar fylgja honum í þessu eins og ýmsu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Athygli vakti á dögunum að ríkisstjórnin vildi ekki gera þær sakir upp við forseta Íslands í ríkisráði þegar hann fór í erlenda fjölmiðla til þess að tala gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Viðtal fjármálaráðherra á BBC í vikunni skýrir vel vanmátt ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Erlendir stjórnmálamenn og fréttamenn eiga erfitt með að skilja að þjóðhöfðingi tali gegn löggjafarþingi sínu og stefnu utanríkisráðherra síns. En augu þeirra verða eins og undirskálar þegar fjármálaráðherra lýsir því að flokkur hans hafi verið fylgjandi umsókn um aðild en sé henni þó í grundvallaratriðum andvígur. Forsetinn verður að sönnu ekki sakaður um tvöfeldni. Hann hefur hins vegar breytt túlkun stjórnarskrárinnar þannig að framkvæmdavaldið starfar nú í tveimur sjálfstæðum stoðum sem bera tvær gjörólíkar stefnur í utanríkismálum á borð fyrir stjórnvöld erlendra ríkja og erlenda fjölmiðla. Einu gildir hvort menn fylgja forsetanum eða utanríkisráðherranum að málum. Ekkert alvöru ríki getur leyft sér að búa við stjórnskipun af þessu tagi. Þegar fjármálaráðherrann kemur fram í BBC og lýsir stefnu sinni í Evrópumálum er hann hins vegar að sýna umheiminum hvernig menn eru tvöfaldir í roðinu á Íslandi. Við því er lítið að segja því að það er ákvörðun fólksins að hafa hlutina með þessum hætti. En það breytir ekki hinu að slík pólitísk tvöfeldni veikir stöðu Íslands í einhverjum mikilvægustu samningum sem Alþingi hefur tekið ákvörðun um.Veikleikamerki Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í vikunni skýrslu um framvindu aðildarviðræðna við Ísland. Hún er um margt athyglisverð. Íslenska stjórnsýslan fær til að mynda viðurkenningu fyrir öguð og vönduð vinnubrögð. En þar segir einnig að tiltölulega hægt miði með undirbúning aðildar á sviðum sem að hluta eða öllu standa utan við samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Þetta er alveg rétt mat. Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk framkvæmdastjórnarinnar að skýra hvers vegna staðan er ekki betri. En einmitt þar kemur pólitíska tvöfeldnin til sögunnar. Hún er meginskýringin á því að framvinda málsins hefur ekki verið hraðari. Það er ekki aðeins að tvöfeldnin dragi úr trúverðugleika gagnvart viðmælendunum heldur tefur hún beinlínis allan framgang málsins. Á þessu er einföld skýring. Á þeim sviðum sem eru utan evrópska efnahagssvæðisins þarf í mörgum tilvikum að móta pólitíska afstöðu Íslands og verja hagsmuni þess. Þeir sem eru efnislega andvígir öllum þeim breytingum sem hljótast af hugsanlegri aðild þrjóskast við að axla ábyrgð á því sem er andstætt skoðunum þeirra. Þetta eru mannleg viðbrögð og skiljanleg frá því sjónarmiði. En hér er verið að veikja stöðu Íslands og tefja viðreisn efnahagslífsins. Hinn stjórnarflokkurinn sem er fylgjandi aðild ber fulla pólitíska ábyrgð á þessari stöðu. Ráðherrar VG sitja í umboði Samfylkingarinnar. Hér eru miklir almannahagsmunir í húfi. Mikilvægt er því að menn geri sér grein fyrir því hvar vandamálin liggja og á hverra herðum ábyrgðin hvílir því kannanir benda til að ríflegur meirihluti vilji ljúka samningum.Endurtekin saga Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er vikið að stöðu efnahagsmála. Þar segir að vaxandi verðbólga hafi nýlega knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti en aftur á móti hafi á sama tíma verið gefinn slaki í ríkisfjármálum. Hér bendir framkvæmdastjórnin réttilega á misvísandi skilaboð frá þeim stjórnvöldum sem bera ábyrgð á ríkisfjármálum og peningamálum. Fjármálaráðherra sagði að slakað hefði verið á klónni í ríkisfjármálum vegna batnandi efnahags. Seðlabankinn herti aðhaldsaðgerðir vegna merkja um versnandi stöðu. Nákvæmlega þetta sama gerðist á árunum fyrir hrun. Þá var gefið eftir í ríkisfjármálunum á sama tíma og Seðlabankinn hækkaði vexti upp úr öllu valdi til að draga úr þenslu. Allir vita hvernig fór. Er þessi sögulega endurtekning skynsamleg? Hvort sem menn eru fylgjandi Evrópusambandsaðild eða andvígir má ljóst vera að þessi ábending framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sýnir veikleika í stjórn efnahagsmála. Aftur á móti er alveg ljóst að ríkisstjórn sem þannig stendur að málum er með hugann við allt annað en aðildarviðræðurnar. Fjármálaráðherra stefnir ekki að því að fullnægja þeim efnahagslegu stöðugleikakröfum sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Hugmynd hans er að beita gengisfellingum og verðbólgu. En hitt er alveg óútskýrt hvers vegna ráðherrar Samfylkingarinnar fylgja honum í þessu eins og ýmsu öðru.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun