Sara Björk: Stundum hleyp ég of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2011 07:30 Sara Björk Gunnarsdóttir lék 41. A-landsleikinn sinn átta dögum áður en hún varð 21 árs. Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni og var fljót að eigna sér byrjunarliðssætið í Malmö alveg eins og hún gerði aðeins 17 ára gömul í íslenska landsliðinu. Sænski meistaratitillinn kom í höfn eftir 6-0 sigur á Örebro þar sem hún átti þátt í þremur marka Malmö. „Ég held að besti leikurinn okkar hafi verið í síðasta leiknum. Það féll eiginlega allt með okkur á laugardaginn," segir Sara Björk. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Malmö í sigrinum á Örebro og skoraði síðan fjórða markið sjálf en eftir það var ekki spurning um að titillinn væri í höfn. „Við vorum með ágætis forskot eftir fyrri hlutann en við spiluðum ekki nógu vel seinni hluta tímabilsins. Um tíma héldum við jafnvel að við værum búnar að missa af titlinum en svo gerðust bara ákveðnir hlutir og við vorum ennþá með í baráttunni. Þetta er síðan allt í okkar höndum þegar við eigum tvo leiki eftir og við kláruðum þá. Þetta getur ekki verið sætara," segir Sara. Sara hafði undanfarin tvö og hálft tímabil spilað með Breiðabliki en hún komst fyrst í landsliðið sem leikmaður 1. deildarliðs Hauka. „Þetta er eini titillinn minn og það er ekki leiðinlegt að byrja á svona titli. Mér fannst vera tímabært að fara út og það féll allt með mér. Ég valdi rosagott lið og sé ekki eftir þessari ákvörðun. Ég fór og æfði með þeim fyrst og vildi sjá hver standardinn væri. Það gekk vel og þeir voru hrifnir af mér," segir Sara og bætir við: „Þegar ég fór út setti ég mér þrjú markmið. Ég ætlaði að komast í liðið, vinna titil með þeim og skora tíu mörk. Ég fór því eiginlega fram úr sjálfri mér og get því ekki verið sáttari. Ég held bara að ég sé þannig leikmaður að ég vil alltaf vera með bestu leikmönnunum. Maður gírar sig þannig upp að maður verður að vera með sjálfstraust því annars spilar maður bara undir getu," segir Sara. Hún spilaði ýmist sem miðjumaður eða framherji og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu allt tímabilið. „Tímabilið byrjaði á því að þjálfarinn setti mig fram og ég spilaði í holunni fyrir aftan framherjann okkar. Það gekk ágætlega í byrjun en uppáhaldsstaðan mín er að spila á miðjunni. Þá er ég meira í návígum og fæ að hlaupa mikið. Um mitt tímabilið spilaði ég flestalla leiki á miðjunni en svo fengum við rosalega góða leikmenn, heimsklassaleikmenn eins og Caroline Seger og Therese Sjögran. Þegar þær komu þá færði hann mig aðeins ofar og það gekk líka vel," segir Sara. Sara hrósar mikið landsliðsmarkverðinum Þóru Björgu Helgadóttur sem varð meistari með Malmö annað árið í röð. „Hún er búin að spila stórt hlutverk í þessu liði. Hún er með bestu markvörðum í heimi og það gerir mig bara betri að fá að reyna mig á móti svona markverði á æfingum," segir Sara. Þóra og Sara verða líka saman í eldlínunni með landsliðinu á næstunni og tímabilið er ekki búið hjá þeim. „Það eru tveir landsleikir eftir og svo eigum við tvo leiki í Meistaradeildinni á móti liði frá Austurríki. Það er mjög spennandi og við myndum toppa tímabilið með því að komast í átta liða úrslitin í Meistaradeildinni," segir Sara en hún segir markalausa jafnteflið við Belga munu ekki sitja í íslensku stelpunum í landsliðinu. „Við viljum sanna það að það sé engin tilviljun að við séum að vinna þessi stóru lið. Við gerðum það á Algarve í vor og við unnum síðan Noreg í haust," segir Sara en það er ljóst að íslenska landsliðið græðir að hafa leikmenn hjá eins sterku liði og Malmö. „Þetta er rosagott lið og það er rosalega gaman að geta spilað með svona góðum leikmönnum því þá verður maður líka betri sjálfur," segir Sara en hvað þarf hún helst að laga? „Stundum hleyp ég of mikið. Ég þarf að læra betur að halda í staðinn fyrir að eyða orku í hlaup. Ég vildi líka bæta mig tæknilega. Ég er ekkert södd þó að það hafi gengið svona vel þetta tímabil." Sara gerði þriggja ára samning við Malmö í vor. „Ég er ennþá ung og tel að ég geti bætt mig og lært heilan helling hérna á næstu tveimur árum. Ég verð 23 ára eftir tvö ár og það er ekki mikið. Þá verð ég vonandi orðin ennþá betri. Ég er alltaf jafn spennt í því að halda áfram að bæta mig. Þetta er orðið að lífsstíl og rútínu og maður er búinn að fórna miklu fyrir þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni og var fljót að eigna sér byrjunarliðssætið í Malmö alveg eins og hún gerði aðeins 17 ára gömul í íslenska landsliðinu. Sænski meistaratitillinn kom í höfn eftir 6-0 sigur á Örebro þar sem hún átti þátt í þremur marka Malmö. „Ég held að besti leikurinn okkar hafi verið í síðasta leiknum. Það féll eiginlega allt með okkur á laugardaginn," segir Sara Björk. Hún lagði upp tvö fyrstu mörk Malmö í sigrinum á Örebro og skoraði síðan fjórða markið sjálf en eftir það var ekki spurning um að titillinn væri í höfn. „Við vorum með ágætis forskot eftir fyrri hlutann en við spiluðum ekki nógu vel seinni hluta tímabilsins. Um tíma héldum við jafnvel að við værum búnar að missa af titlinum en svo gerðust bara ákveðnir hlutir og við vorum ennþá með í baráttunni. Þetta er síðan allt í okkar höndum þegar við eigum tvo leiki eftir og við kláruðum þá. Þetta getur ekki verið sætara," segir Sara. Sara hafði undanfarin tvö og hálft tímabil spilað með Breiðabliki en hún komst fyrst í landsliðið sem leikmaður 1. deildarliðs Hauka. „Þetta er eini titillinn minn og það er ekki leiðinlegt að byrja á svona titli. Mér fannst vera tímabært að fara út og það féll allt með mér. Ég valdi rosagott lið og sé ekki eftir þessari ákvörðun. Ég fór og æfði með þeim fyrst og vildi sjá hver standardinn væri. Það gekk vel og þeir voru hrifnir af mér," segir Sara og bætir við: „Þegar ég fór út setti ég mér þrjú markmið. Ég ætlaði að komast í liðið, vinna titil með þeim og skora tíu mörk. Ég fór því eiginlega fram úr sjálfri mér og get því ekki verið sáttari. Ég held bara að ég sé þannig leikmaður að ég vil alltaf vera með bestu leikmönnunum. Maður gírar sig þannig upp að maður verður að vera með sjálfstraust því annars spilar maður bara undir getu," segir Sara. Hún spilaði ýmist sem miðjumaður eða framherji og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu allt tímabilið. „Tímabilið byrjaði á því að þjálfarinn setti mig fram og ég spilaði í holunni fyrir aftan framherjann okkar. Það gekk ágætlega í byrjun en uppáhaldsstaðan mín er að spila á miðjunni. Þá er ég meira í návígum og fæ að hlaupa mikið. Um mitt tímabilið spilaði ég flestalla leiki á miðjunni en svo fengum við rosalega góða leikmenn, heimsklassaleikmenn eins og Caroline Seger og Therese Sjögran. Þegar þær komu þá færði hann mig aðeins ofar og það gekk líka vel," segir Sara. Sara hrósar mikið landsliðsmarkverðinum Þóru Björgu Helgadóttur sem varð meistari með Malmö annað árið í röð. „Hún er búin að spila stórt hlutverk í þessu liði. Hún er með bestu markvörðum í heimi og það gerir mig bara betri að fá að reyna mig á móti svona markverði á æfingum," segir Sara. Þóra og Sara verða líka saman í eldlínunni með landsliðinu á næstunni og tímabilið er ekki búið hjá þeim. „Það eru tveir landsleikir eftir og svo eigum við tvo leiki í Meistaradeildinni á móti liði frá Austurríki. Það er mjög spennandi og við myndum toppa tímabilið með því að komast í átta liða úrslitin í Meistaradeildinni," segir Sara en hún segir markalausa jafnteflið við Belga munu ekki sitja í íslensku stelpunum í landsliðinu. „Við viljum sanna það að það sé engin tilviljun að við séum að vinna þessi stóru lið. Við gerðum það á Algarve í vor og við unnum síðan Noreg í haust," segir Sara en það er ljóst að íslenska landsliðið græðir að hafa leikmenn hjá eins sterku liði og Malmö. „Þetta er rosagott lið og það er rosalega gaman að geta spilað með svona góðum leikmönnum því þá verður maður líka betri sjálfur," segir Sara en hvað þarf hún helst að laga? „Stundum hleyp ég of mikið. Ég þarf að læra betur að halda í staðinn fyrir að eyða orku í hlaup. Ég vildi líka bæta mig tæknilega. Ég er ekkert södd þó að það hafi gengið svona vel þetta tímabil." Sara gerði þriggja ára samning við Malmö í vor. „Ég er ennþá ung og tel að ég geti bætt mig og lært heilan helling hérna á næstu tveimur árum. Ég verð 23 ára eftir tvö ár og það er ekki mikið. Þá verð ég vonandi orðin ennþá betri. Ég er alltaf jafn spennt í því að halda áfram að bæta mig. Þetta er orðið að lífsstíl og rútínu og maður er búinn að fórna miklu fyrir þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira