Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng 25. október 2011 06:00 Brattur Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn.Fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira