Bönkum gert að tryggja sig betur 27. október 2011 00:30 Enn einn neyðarfundurinn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.nordicphotos/AFP „Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira
„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira