Boða 320 milljarða sveiflu 28. október 2011 05:45 Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá
Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira