Hreyfing sem meðferð 2. nóvember 2011 22:30 Jón Steinar Jónsson læknir. Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira