Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum Þorsteinn Pálsson skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað. Forystumenn VG hafa átt erfiðari daga en aðrir að þessu leyti. Ástæðan er fjarlægð flokksins frá þeim meginlínum sem aðrir flokkar fylgja. Einkum hefur þetta átt við um utanríkismál. En það er nú að breytast. Í samþykkt landsfundar VG um Evrópumál er ítrekuð áratuga andstaða sósíalista við aðild. Flokkurinn hefur hins vegar verið klofinn í afstöðu til aðildarviðræðna. Nú er hann einhuga um að halda þeim áfram að formi til. Málamiðlunin felst í því að fela ráðherrunum að setja nægjanlegar sterkar hindranir fyrir framgangi þeirra. Það hafa þeir reyndar gert bæði leynt og ljóst með góðum árangri. Segja má að ályktunin geymi ekki raunverulega breytingu á afstöðu. Hún er hins vegar skýrari en áður. Fyrir samstarfsflokkinn þýðir þessi samþykkt að hann getur ekki lengur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að þessi ríkisstjórn hefur ekki það vald á málinu að hún geti lokið því. Hér gæti verið á ferðinni vísir að nýjum öxli VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um grundvöll utanríkisstefnunnar sem leysti af hólmi gamla öxulinn milli sjálfstæðismanna, jafnaðarmanna og framsóknarmanna um NATO.Virkar ályktanir og óvirkar Ályktanir VG, Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu hafa í gegnum tíðina aðeins þjónað því hlutverki að vera æfing í hópefli á innanflokksfundum. Út á við hefur andstaðan hins vegar verið óvirk. En hví skyldi ályktun um Evrópumál vera virk á sama tíma og ályktun um Atlantshafsbandalagið er það ekki? Aðstæður eru einfaldlega ólíkar þó að málin séu skyld. Þar kemur einkum tvennt til. Andstaða sósíalista var virk við inngönguna í Atlantshafsbandalagið. Eftir það hafa þeir sætt sig við óbreytt ástand með óvirkri andstöðu vegna órofa samstöðu hinna flokkanna þriggja. Evrópusambandsaðild þýðir aftur á móti að Ísland stígur nýtt skref á sama utanríkispólitíska grundvelli og aðildin að NATO byggðist á. VG þarf að taka ábyrgð á þeim gerningi eigi að ljúka samningum. Það er stefnubreyting sem flokkurinn þolir tæpast. Síðan er veruleikinn sá að pólitísk staða VG hefur styrkst eftir að ljóst var að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn geta ekki unnið saman, hvorki á þessu né næsta kjörtímabili. Í þeirri stöðu þarf VG ekki að gefa eftir. Samfylkingin á enga útleið. Er þá ekki verið að svíkja stjórnarsáttmálann? Sjálfsagt má færa rök fyrir því. En meðan Samfylkingin lítur sjálf ekki svo á komast forystumenn VG eins langt og þeir sjálfir kjósa með þeirri aðferðafræði sem landsfundurinn samþykkti.Utanríkisstefnan breytist hægt og bítandi Evrópusambandið hefur tekið við af Atlantshafsbandalaginu sem þungamiðja pólitískrar samvinnu Evrópuþjóða. Í því ljósi er full aðild rökrétt framhald þeirrar utanríkisstefnu sem mótuð var eftir seinni heimsstyrjöld. Það er nýtt skref á sömu braut í samræmi við breyttar aðstæður. Alþýðubandalagið var á sínum tíma einangrað í andstöðu við NATO vegna samstöðu þeirra flokka sem mynduðu öxul, utan sem innan stjórnar, um grundvöll utanríkisstefnunnar. Nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hins vegar fært sig að sjónarmiðum VG varðandi andstöðu við Evrópusambandið og um leið framtíðarþróun utanríkisstefnunnar. Sameiginleg rök flokkanna þriggja er mynda vísinn að þessum nýja öxli gegn Evrópusambandsaðild eiga líka við EES-samninginn. Eigi að síður er ólíklegt að þeir leggi til að honum verði sagt upp í bráð. Á hinn bóginn má reikna með að stöðugleikastefna með virkri þátttöku í bandalögum annarra Evrópuþjóða verði smám saman víkjandi þáttur í utanríkisstefnu nýja öxulsins. Málflutningur flokkanna bendir til að tekin verði upp sveigjanlegri stefna með ríkari áherslu á að aka seglum eftir vindi og reyna að hafa gott af helstu valdaþjóðum til skiptis. Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið fyrsta stóra verkefnið. Þetta þýðir að utanríkisstefnan breytist hægt og bítandi. Með vissum hætti er verið að veðja á að skammtímaráð dugi betur en langtíma skuldbindingar. Aðild að Evrópusambandinu á rætur í þeirri íhaldssemi að rétt sé að byggja áfram á þeim hugsjónagrunni sem lagður var fyrir sex áratugum. Eins og málum er komið er þversögnin sú að hugsanlega þarf róttæka uppstokkun á flokkakerfinu til þess að þau íhaldssjónarmið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað. Forystumenn VG hafa átt erfiðari daga en aðrir að þessu leyti. Ástæðan er fjarlægð flokksins frá þeim meginlínum sem aðrir flokkar fylgja. Einkum hefur þetta átt við um utanríkismál. En það er nú að breytast. Í samþykkt landsfundar VG um Evrópumál er ítrekuð áratuga andstaða sósíalista við aðild. Flokkurinn hefur hins vegar verið klofinn í afstöðu til aðildarviðræðna. Nú er hann einhuga um að halda þeim áfram að formi til. Málamiðlunin felst í því að fela ráðherrunum að setja nægjanlegar sterkar hindranir fyrir framgangi þeirra. Það hafa þeir reyndar gert bæði leynt og ljóst með góðum árangri. Segja má að ályktunin geymi ekki raunverulega breytingu á afstöðu. Hún er hins vegar skýrari en áður. Fyrir samstarfsflokkinn þýðir þessi samþykkt að hann getur ekki lengur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að þessi ríkisstjórn hefur ekki það vald á málinu að hún geti lokið því. Hér gæti verið á ferðinni vísir að nýjum öxli VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um grundvöll utanríkisstefnunnar sem leysti af hólmi gamla öxulinn milli sjálfstæðismanna, jafnaðarmanna og framsóknarmanna um NATO.Virkar ályktanir og óvirkar Ályktanir VG, Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu hafa í gegnum tíðina aðeins þjónað því hlutverki að vera æfing í hópefli á innanflokksfundum. Út á við hefur andstaðan hins vegar verið óvirk. En hví skyldi ályktun um Evrópumál vera virk á sama tíma og ályktun um Atlantshafsbandalagið er það ekki? Aðstæður eru einfaldlega ólíkar þó að málin séu skyld. Þar kemur einkum tvennt til. Andstaða sósíalista var virk við inngönguna í Atlantshafsbandalagið. Eftir það hafa þeir sætt sig við óbreytt ástand með óvirkri andstöðu vegna órofa samstöðu hinna flokkanna þriggja. Evrópusambandsaðild þýðir aftur á móti að Ísland stígur nýtt skref á sama utanríkispólitíska grundvelli og aðildin að NATO byggðist á. VG þarf að taka ábyrgð á þeim gerningi eigi að ljúka samningum. Það er stefnubreyting sem flokkurinn þolir tæpast. Síðan er veruleikinn sá að pólitísk staða VG hefur styrkst eftir að ljóst var að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn geta ekki unnið saman, hvorki á þessu né næsta kjörtímabili. Í þeirri stöðu þarf VG ekki að gefa eftir. Samfylkingin á enga útleið. Er þá ekki verið að svíkja stjórnarsáttmálann? Sjálfsagt má færa rök fyrir því. En meðan Samfylkingin lítur sjálf ekki svo á komast forystumenn VG eins langt og þeir sjálfir kjósa með þeirri aðferðafræði sem landsfundurinn samþykkti.Utanríkisstefnan breytist hægt og bítandi Evrópusambandið hefur tekið við af Atlantshafsbandalaginu sem þungamiðja pólitískrar samvinnu Evrópuþjóða. Í því ljósi er full aðild rökrétt framhald þeirrar utanríkisstefnu sem mótuð var eftir seinni heimsstyrjöld. Það er nýtt skref á sömu braut í samræmi við breyttar aðstæður. Alþýðubandalagið var á sínum tíma einangrað í andstöðu við NATO vegna samstöðu þeirra flokka sem mynduðu öxul, utan sem innan stjórnar, um grundvöll utanríkisstefnunnar. Nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hins vegar fært sig að sjónarmiðum VG varðandi andstöðu við Evrópusambandið og um leið framtíðarþróun utanríkisstefnunnar. Sameiginleg rök flokkanna þriggja er mynda vísinn að þessum nýja öxli gegn Evrópusambandsaðild eiga líka við EES-samninginn. Eigi að síður er ólíklegt að þeir leggi til að honum verði sagt upp í bráð. Á hinn bóginn má reikna með að stöðugleikastefna með virkri þátttöku í bandalögum annarra Evrópuþjóða verði smám saman víkjandi þáttur í utanríkisstefnu nýja öxulsins. Málflutningur flokkanna bendir til að tekin verði upp sveigjanlegri stefna með ríkari áherslu á að aka seglum eftir vindi og reyna að hafa gott af helstu valdaþjóðum til skiptis. Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið fyrsta stóra verkefnið. Þetta þýðir að utanríkisstefnan breytist hægt og bítandi. Með vissum hætti er verið að veðja á að skammtímaráð dugi betur en langtíma skuldbindingar. Aðild að Evrópusambandinu á rætur í þeirri íhaldssemi að rétt sé að byggja áfram á þeim hugsjónagrunni sem lagður var fyrir sex áratugum. Eins og málum er komið er þversögnin sú að hugsanlega þarf róttæka uppstokkun á flokkakerfinu til þess að þau íhaldssjónarmið lifi af.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun