Um sjálfstæðismenn og flokkinn Jónína Michaelsdótir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Eftir því sem ég best vissi þá var ég á sínum tíma eini flokksbundni blaðamaðurinn á Vísi auk ritstjórans. Við vorum bæði sjálfstæðismenn og það var ekkert leyndarmál. Til þess var stundum vitnað í léttum tón, þegar ég var send í verkefni tengd pólitík. Fréttastjórinn minn, góður félagi og fínn blaðamaður, var fyrrverandi framsóknarmaður. Hann hafði ekki verið sáttur við pólitíkina þar og stofnaði því Möðruvallarhreyfinguna, ásamt félögum sínum. Engum datt í hug að hann þyrfti að vara sig í pólitískri umfjöllun, né aðrir félagar mínir sem vissulega höfðu sínar skoðanir, rétt eins og ég og lágu ekki á þeim. Sem betur fer. Það var bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti að vara sig á. Séra FriðrikFyrir margt löngu spurði ég vísan mann sem kominn var til ára sinna, hvort hann hefði skýringu á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri jafn öflugur og raun bæri vitni, öndvert við flesta svokallaða hægri flokka í nágrannalöndunum. Hann svaraði því til, að það mætti að miklu leyti rekja til séra Friðriks Friðrikssonar, sem fæddist 1868 og lést í mars 1961. Sr. Friðrik hefði gjörbreytt lífi æskufólks hér á landi á sínum tíma. Komið að stofnun KFUM og KFUK, sem og hvers kyns íþróttum og útivist fyrir uppvaxandi kynslóð hér á landi: Knattspyrnufélaganna Vals og Hauka, Skátafélagsins Væringja og Karlakór KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður. „Æskufólk tók þessu opnum örmum. Allir voru hjá séra Friðrik, bæði í íþróttum og kristilegu starfi,“ sagði maðurinn við mig, „og þar voru allir jafnir. Þegar þeir uxu úr grasi dreifðust þeir um samfélagið. Karlarnir á bryggjunni voru kannski vinir og félagar forstjórans og skipstjóranna. Milli þeirra var ekki stéttaskipting. Þeir skildu orðin: „Stétt með stétt“ sínum skilningi. Þetta skaut rótum áður en verkalýðshreyfingin og vinstrimennskan varð jafn öflug og síðar varð,“ sagði maðurinn. Ekki veit ég hvort þessi tilgáta viðmælanda míns er rétt, en hún er óneitanlega rökrétt. Venjulega fólkiðEf allt talið um sjálfstæðismenn sem auðkýfinga og eignajöfra hefði við rök að styðjast, væri þjóðin í góðum málum. Hins vegar er ástæðulaust að furða sig á því að öflugir athafnamenn kjósi stjórnmálaflokk sem þekkir lögmál atvinnulífsins og hefur á stefnuskrá sinni að greiða fyrir framkvæmdum, fremur en leggja stein í götu þeirra. En burðarásinn í Sjálfstæðisflokknum er venjulega fólkið. Fólkið sem virðir lög og reglur, greiðir sína skatta og skyldur, og vill fá að vera í friði. Fólkið sem vill í framhaldi af því hafa frelsi til athafna án afskipta ríkisins. Fólkið sem hefði safnast saman á Austurvelli vikum saman öskureitt með hávaða, trumbuslátt og ávirðingar, ef það væri ekki nákvæmlega þetta: Venjulega fólkið. Eins og við vitum þá eru alls staðar skrýtnar skrúfur inn á milli. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Annað væri undarlegt. En stjórnmálaflokkur sem er sprottinn úr jarðvegi samstöðunnar, flokkur sem velur sér að starfa með fyrirheit eins og stétt með stétt, allir jafnir, vinnum saman, og frelsi einstaklingsins til orða og athafna, er býsna vel nestaður. Leiðtogar hans bera mikla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun
Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Eftir því sem ég best vissi þá var ég á sínum tíma eini flokksbundni blaðamaðurinn á Vísi auk ritstjórans. Við vorum bæði sjálfstæðismenn og það var ekkert leyndarmál. Til þess var stundum vitnað í léttum tón, þegar ég var send í verkefni tengd pólitík. Fréttastjórinn minn, góður félagi og fínn blaðamaður, var fyrrverandi framsóknarmaður. Hann hafði ekki verið sáttur við pólitíkina þar og stofnaði því Möðruvallarhreyfinguna, ásamt félögum sínum. Engum datt í hug að hann þyrfti að vara sig í pólitískri umfjöllun, né aðrir félagar mínir sem vissulega höfðu sínar skoðanir, rétt eins og ég og lágu ekki á þeim. Sem betur fer. Það var bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti að vara sig á. Séra FriðrikFyrir margt löngu spurði ég vísan mann sem kominn var til ára sinna, hvort hann hefði skýringu á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri jafn öflugur og raun bæri vitni, öndvert við flesta svokallaða hægri flokka í nágrannalöndunum. Hann svaraði því til, að það mætti að miklu leyti rekja til séra Friðriks Friðrikssonar, sem fæddist 1868 og lést í mars 1961. Sr. Friðrik hefði gjörbreytt lífi æskufólks hér á landi á sínum tíma. Komið að stofnun KFUM og KFUK, sem og hvers kyns íþróttum og útivist fyrir uppvaxandi kynslóð hér á landi: Knattspyrnufélaganna Vals og Hauka, Skátafélagsins Væringja og Karlakór KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður. „Æskufólk tók þessu opnum örmum. Allir voru hjá séra Friðrik, bæði í íþróttum og kristilegu starfi,“ sagði maðurinn við mig, „og þar voru allir jafnir. Þegar þeir uxu úr grasi dreifðust þeir um samfélagið. Karlarnir á bryggjunni voru kannski vinir og félagar forstjórans og skipstjóranna. Milli þeirra var ekki stéttaskipting. Þeir skildu orðin: „Stétt með stétt“ sínum skilningi. Þetta skaut rótum áður en verkalýðshreyfingin og vinstrimennskan varð jafn öflug og síðar varð,“ sagði maðurinn. Ekki veit ég hvort þessi tilgáta viðmælanda míns er rétt, en hún er óneitanlega rökrétt. Venjulega fólkiðEf allt talið um sjálfstæðismenn sem auðkýfinga og eignajöfra hefði við rök að styðjast, væri þjóðin í góðum málum. Hins vegar er ástæðulaust að furða sig á því að öflugir athafnamenn kjósi stjórnmálaflokk sem þekkir lögmál atvinnulífsins og hefur á stefnuskrá sinni að greiða fyrir framkvæmdum, fremur en leggja stein í götu þeirra. En burðarásinn í Sjálfstæðisflokknum er venjulega fólkið. Fólkið sem virðir lög og reglur, greiðir sína skatta og skyldur, og vill fá að vera í friði. Fólkið sem vill í framhaldi af því hafa frelsi til athafna án afskipta ríkisins. Fólkið sem hefði safnast saman á Austurvelli vikum saman öskureitt með hávaða, trumbuslátt og ávirðingar, ef það væri ekki nákvæmlega þetta: Venjulega fólkið. Eins og við vitum þá eru alls staðar skrýtnar skrúfur inn á milli. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Annað væri undarlegt. En stjórnmálaflokkur sem er sprottinn úr jarðvegi samstöðunnar, flokkur sem velur sér að starfa með fyrirheit eins og stétt með stétt, allir jafnir, vinnum saman, og frelsi einstaklingsins til orða og athafna, er býsna vel nestaður. Leiðtogar hans bera mikla ábyrgð.