Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins.
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði út í málið og hvatti til að kaupin yrðu leyfð. Minnti hann á ýmsan niðurskurð á svæðinu og talaði um að auka þyrfti tekjur á móti. Ögmundur minnti á að ekki væri um tekjur fyrir ríkissjóð að ræða. Hann áréttaði að kaupin væru ólögleg og taka yrði ákvörðun um hvort veitt yrði undanþága til þeirra.- kóp
Allt óvíst um Grímsstaði
