Hljómsveitin Feldberg er nú stödd í Tokyo í Japan til að kynna breiðskífuna Don‘t Be a Stranger. Platan, sem kom út á Íslandi árið 2009, er nýkomin út í Japan og leikur sveitin á þrennum tónleikum í Tókýó á næstu dögum.
Aðalsprautur sveitarinnar, þau Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg, nýta sér Japansferðina með ólíkum hætti. Einar stoppar einungis í fimm daga, að ferðum meðtöldum, en Rósa hyggst dvelja í þrjár vikur í Japan.
Herja á Japan
