Flestir hefðu ekki getað keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2011 08:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á fullu að byggja sig upp fyrir komandi tímabil þar sem hápunkturinn verða Ólympíuleikarnir í London. Fréttablaðið/Anton Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einu besta íþróttafreki ársins þegar hún lenti í þrettánda sæti á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Hún hefur aldrei kastað lengra á stórmóti og þessu náði hún þrátt fyrir að vera búin að keppa meidd í sex mánuði. Ásdís er nú laus við meiðslin, hefur hafið stífan undirbúning fyrir Ólympíuleikana í London og ætlar sér að kasta lengra en Íslandsmetið hennar er (61,37 metrar) á árinu 2012. „Fóturinn er orðinn góður og ég er bara að æfa á fullu. Ég er alveg á kafi og er að drepast úr harðsperrum. Ég byrjaði aftur í byrjun október og hef ekkert fundið fyrir í fætinum síðan ég byrjaði. Það er mjög jákvætt. Þetta lítur rosalega vel út allt saman," segir Ásdís, en hún er annað árið í röð á leiðinni í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. Æfingabúðir í Suður-Afríku„Stefnan er að fara í æfingabúðir til Suður-Afríku í lok desember og byrjun janúar. Ég fór aðeins fyrr í fyrra en var þá komin heim fyrir áramótin. Það er betra fyrir okkur að fara aðeins seinna því þá er ég farin að kasta meira," segir Ásdís. Hún viðurkennir að það hafi gengið á ýmsu hjá henni árið 2011 og þar hafi meiðslin spilað stórt hlutverk. „Þetta var rosalega mikið upp og niður hjá mér á þessu ári. Meiðslin voru að eyðileggja fyrir mér en samt sem áður næ ég að tryggja mig inn á Ólympíuleikana og næ 13. sæti á HM, sem er í rauninni alveg frábært miðað við aðstæður," segir Ásdís, sem náði sínum besta árangri á HM þrátt fyrir að glíma við þessi meiðsli. „Ég lagði ofboðslega mikið á mig til þess að geta keppt yfirhöfuð. Langflestir hefðu ekki getað keppt eins og ég var en ég hefði verið að vinna með meiðslin síðan í mars. Ég var að gera ótrúlegustu hluti til þess að halda þessum meiðslum niðri," segir Ásdís, en hún glímdi við bólgur í sininni undir ilinni sem liggur frá stóru tánni og festist aftan í hælinn. Hringið bara í mig„Ég gerði bókstaflega allt sem nokkurn tímann hefur verið ráðlagt við þessum meiðslum. Ég var að kæla þetta, ég var að nudda þetta og ég var að teygja á þessu. Ég fór til sjúkraþjálfara á hverjum einasta degi í bylgjur og meðferð. Ég fór líka í nálastungur og í eiginlega allt sem ég fann að væri hægt að gera. Ég veit ekki hversu mörgum klukkutímum á viku ég eyddi í styrktaræfingar. Ef einhver fær þessi meiðsli, láttu þann hinn sama hringja í mig því ég veit allt um þetta," segir Ásdís í léttum tón. Árangurinn á HM var því ánægjulegur þótt litlu hafi munað að hún kæmist í tólf manna úrslit. „Það var gífurlegur sigur fyrir mig andlega því ég hef ekki verið nógu heppin að hitta á þetta á stórmótunum. Það gefur mér mikið sjálfstraust fyrir Ólympíuleikana að ná að kasta svona langt," segir Ásdís, sem tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum með því að kasta 59,12 metra mánuði fyrir HM og varð þá fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem komst inn á Ólympíuleikana í London. Hún kastaði síðan þremur sentimetrum lengra á HM. „Ég er laus við allt stress við að ná lágmarkinu inn á Ólympíuleikana en mig langar til þess að fara inn með A-lágmörk og að sjálfsögðu ætla ég að reyna að kasta eins langt og ég get fyrir leikana. Allt verður samt miðað við það að toppa á Ólympíuleikunum sjálfum," segir Ásdís, en A-lágmarkið er 61 metri og b-lágmarkið er 59 metrar. Ætlar að slá Íslandsmetið„Ég stefni á það að bæta Íslandsmetið mitt á næsta ári og ég vonast til að haldast heil. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna að gera allt til þess. Ef ég verð heil á ég að geta kastað langt," segir Ásdís, en hún hefur aldrei verið hrædd við að setja pressu á sjálfa sig. Ásdís hefur náð mjög góðum árangri undanfarin ár en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Samtökum íþróttamanna. Ásdís endaði í 11. sæti í kjörinu fyrir árið 2010 og varð í 13. sæti árið á undan. Bæði árin var hún hins vegar kjörin Íþróttamaður Reykjavíkurborgar. Ofboðslega huglægt mat„Þetta er ofboðslega huglægt mat og það eru örugglega ekki neitt ofboðslega margir þarna sem hafa áhuga á frjálsum. Auðvitað finnst mér það svolítið fyndið þegar ég kemst ekki inn á topp tíu í vali á Íþróttamanni ársins en er svo kosin Íþróttamaður Reykjavíkur og það voru kannski tveir til þrír íþróttamenn fyrir neðan mig sem voru á topp tíu listanum í kosningunni á Íþróttamanni ársins," segir Ásdís og bætir við: „Markmiðið hjá mér og tilgangurinn með þessari íþróttaiðkun minni er samt ekki að komast inn á einhverja lista þó að það sé mikill heiður að fá svona viðurkenningu. Þetta er huglægt mat og það er ekki hægt að láta það fara í taugarnar á sér. Það væri mjög gaman og mikill heiður að fá að vera með tíu efstu í kjörinu en svona er þetta bara," segir Ásdís en hvað þá með kjörið í ár? Búin að prófa allt„Nú er ég búin að prófa allt. Ég er búin að prófa það að ná rosalega góðum árangri en standa mig ekki neitt ofboðslega vel á stórmóti. Þá fór ég ekki inn. Ég er búin að prófa að eiga gott sumar og standa mig vel á stórmóti en fór ekki inn heldur. Nú er ég búin að standa mig vel á stórmóti og við verðum bara að sjá hvað það gefur." Ásdís í tölumStórmótin hennar Ásdísar EM í Gautaborg 2006 25. sæti (51,33 metrar) Ólympíuleikar í Peking 2008 50. sæti (51,33 metrar) HM í Berlín 2009 24. sæti (55,86 metrar) EM í Barcelona 2009 10. sæti (54,32 metrar) HM í Daegu í Suður-Kóreu 2011 13. sæti (59,15 metrar)Bestu köst Ásdísar á hverju ári: 2011 59,15 m Daegu, 1. sept. 2011 2010 60,72 m Gateshead, 10. júlí 2010 2009 61,37 m* Reykjavík, 16. maí 2009 2008 59,80 m** Lapinlahti, 20. júlí 2008 2006 54,66 m Árósar, 6. júlí 2006 2005 57,10 m** Reykjavík, 28. maí 2005 2004 55,51 m Grosseto, 13. júlí 2004 * Er Íslandsmet ** Var Íslandsmet Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einu besta íþróttafreki ársins þegar hún lenti í þrettánda sæti á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Hún hefur aldrei kastað lengra á stórmóti og þessu náði hún þrátt fyrir að vera búin að keppa meidd í sex mánuði. Ásdís er nú laus við meiðslin, hefur hafið stífan undirbúning fyrir Ólympíuleikana í London og ætlar sér að kasta lengra en Íslandsmetið hennar er (61,37 metrar) á árinu 2012. „Fóturinn er orðinn góður og ég er bara að æfa á fullu. Ég er alveg á kafi og er að drepast úr harðsperrum. Ég byrjaði aftur í byrjun október og hef ekkert fundið fyrir í fætinum síðan ég byrjaði. Það er mjög jákvætt. Þetta lítur rosalega vel út allt saman," segir Ásdís, en hún er annað árið í röð á leiðinni í æfingabúðir hinum megin á hnettinum. Æfingabúðir í Suður-Afríku„Stefnan er að fara í æfingabúðir til Suður-Afríku í lok desember og byrjun janúar. Ég fór aðeins fyrr í fyrra en var þá komin heim fyrir áramótin. Það er betra fyrir okkur að fara aðeins seinna því þá er ég farin að kasta meira," segir Ásdís. Hún viðurkennir að það hafi gengið á ýmsu hjá henni árið 2011 og þar hafi meiðslin spilað stórt hlutverk. „Þetta var rosalega mikið upp og niður hjá mér á þessu ári. Meiðslin voru að eyðileggja fyrir mér en samt sem áður næ ég að tryggja mig inn á Ólympíuleikana og næ 13. sæti á HM, sem er í rauninni alveg frábært miðað við aðstæður," segir Ásdís, sem náði sínum besta árangri á HM þrátt fyrir að glíma við þessi meiðsli. „Ég lagði ofboðslega mikið á mig til þess að geta keppt yfirhöfuð. Langflestir hefðu ekki getað keppt eins og ég var en ég hefði verið að vinna með meiðslin síðan í mars. Ég var að gera ótrúlegustu hluti til þess að halda þessum meiðslum niðri," segir Ásdís, en hún glímdi við bólgur í sininni undir ilinni sem liggur frá stóru tánni og festist aftan í hælinn. Hringið bara í mig„Ég gerði bókstaflega allt sem nokkurn tímann hefur verið ráðlagt við þessum meiðslum. Ég var að kæla þetta, ég var að nudda þetta og ég var að teygja á þessu. Ég fór til sjúkraþjálfara á hverjum einasta degi í bylgjur og meðferð. Ég fór líka í nálastungur og í eiginlega allt sem ég fann að væri hægt að gera. Ég veit ekki hversu mörgum klukkutímum á viku ég eyddi í styrktaræfingar. Ef einhver fær þessi meiðsli, láttu þann hinn sama hringja í mig því ég veit allt um þetta," segir Ásdís í léttum tón. Árangurinn á HM var því ánægjulegur þótt litlu hafi munað að hún kæmist í tólf manna úrslit. „Það var gífurlegur sigur fyrir mig andlega því ég hef ekki verið nógu heppin að hitta á þetta á stórmótunum. Það gefur mér mikið sjálfstraust fyrir Ólympíuleikana að ná að kasta svona langt," segir Ásdís, sem tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum með því að kasta 59,12 metra mánuði fyrir HM og varð þá fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem komst inn á Ólympíuleikana í London. Hún kastaði síðan þremur sentimetrum lengra á HM. „Ég er laus við allt stress við að ná lágmarkinu inn á Ólympíuleikana en mig langar til þess að fara inn með A-lágmörk og að sjálfsögðu ætla ég að reyna að kasta eins langt og ég get fyrir leikana. Allt verður samt miðað við það að toppa á Ólympíuleikunum sjálfum," segir Ásdís, en A-lágmarkið er 61 metri og b-lágmarkið er 59 metrar. Ætlar að slá Íslandsmetið„Ég stefni á það að bæta Íslandsmetið mitt á næsta ári og ég vonast til að haldast heil. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna að gera allt til þess. Ef ég verð heil á ég að geta kastað langt," segir Ásdís, en hún hefur aldrei verið hrædd við að setja pressu á sjálfa sig. Ásdís hefur náð mjög góðum árangri undanfarin ár en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Samtökum íþróttamanna. Ásdís endaði í 11. sæti í kjörinu fyrir árið 2010 og varð í 13. sæti árið á undan. Bæði árin var hún hins vegar kjörin Íþróttamaður Reykjavíkurborgar. Ofboðslega huglægt mat„Þetta er ofboðslega huglægt mat og það eru örugglega ekki neitt ofboðslega margir þarna sem hafa áhuga á frjálsum. Auðvitað finnst mér það svolítið fyndið þegar ég kemst ekki inn á topp tíu í vali á Íþróttamanni ársins en er svo kosin Íþróttamaður Reykjavíkur og það voru kannski tveir til þrír íþróttamenn fyrir neðan mig sem voru á topp tíu listanum í kosningunni á Íþróttamanni ársins," segir Ásdís og bætir við: „Markmiðið hjá mér og tilgangurinn með þessari íþróttaiðkun minni er samt ekki að komast inn á einhverja lista þó að það sé mikill heiður að fá svona viðurkenningu. Þetta er huglægt mat og það er ekki hægt að láta það fara í taugarnar á sér. Það væri mjög gaman og mikill heiður að fá að vera með tíu efstu í kjörinu en svona er þetta bara," segir Ásdís en hvað þá með kjörið í ár? Búin að prófa allt„Nú er ég búin að prófa allt. Ég er búin að prófa það að ná rosalega góðum árangri en standa mig ekki neitt ofboðslega vel á stórmóti. Þá fór ég ekki inn. Ég er búin að prófa að eiga gott sumar og standa mig vel á stórmóti en fór ekki inn heldur. Nú er ég búin að standa mig vel á stórmóti og við verðum bara að sjá hvað það gefur." Ásdís í tölumStórmótin hennar Ásdísar EM í Gautaborg 2006 25. sæti (51,33 metrar) Ólympíuleikar í Peking 2008 50. sæti (51,33 metrar) HM í Berlín 2009 24. sæti (55,86 metrar) EM í Barcelona 2009 10. sæti (54,32 metrar) HM í Daegu í Suður-Kóreu 2011 13. sæti (59,15 metrar)Bestu köst Ásdísar á hverju ári: 2011 59,15 m Daegu, 1. sept. 2011 2010 60,72 m Gateshead, 10. júlí 2010 2009 61,37 m* Reykjavík, 16. maí 2009 2008 59,80 m** Lapinlahti, 20. júlí 2008 2006 54,66 m Árósar, 6. júlí 2006 2005 57,10 m** Reykjavík, 28. maí 2005 2004 55,51 m Grosseto, 13. júlí 2004 * Er Íslandsmet ** Var Íslandsmet
Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira