Kelly Osbourne varð fyrir því óhappi að fá glóðarauga eftir að hafa verið áhorfandi í leikhúsi. Osbourne var á sýningunni Sleep No More í New York, en þar eiga áhorfendur að taka virkan þátt í sýningunni og byrja á að hlaupa um salinn með grímu fyrir andlitinu.
Einhver hrinti Osbourne svo hún þurfti að fá aðhlynningu hjá starfsfólki leikhússins og gekk síðan út blá og marin í framan.
Osbourne hefur verið einkar óheppin síðustu daga, en fyrir stuttu fór hún á sjúkrahús með höfuðmeiðsl eftir óhapp á dansgólfi skemmtistaðar.
Óheppin Osbourne
