Lét ekki stælana og lætin stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 06:15 Ragna Ingólfsdóttir hefur ekki tapað á Iceland International mótinu síðan árið 2005. Mynd/Anton Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla. Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla.
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira