Lét ekki stælana og lætin stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 06:15 Ragna Ingólfsdóttir hefur ekki tapað á Iceland International mótinu síðan árið 2005. Mynd/Anton Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla. Innlendar Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla.
Innlendar Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Sjá meira