Akkúrat rétta umgjörðin 18. nóvember 2011 06:00 Öllu verður tjaldað til hjá Todmobile í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verður kór og strengjasveit. fréttablaðið/stefán Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleikasölum í að minnsta kosti Evrópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um tónleikana í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálparkokkar Todmobile í gegnum tíðina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þorvaldur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix-þunglyndið og hlusta ekki á plötuna í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þorvaldur Bjarni ánægður með liðsstyrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngvara sem komið hefur fram síðustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlustað á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þorvaldi finnst Eyþór Ingi og Andrea ná vel saman. „Það eru einhverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira