Lars mun ræða aftur við Heiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2011 07:00 Lars Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. Mynd/Vilhelm Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“ Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira