Klára prófin og kynna svo 25. nóvember 2011 10:00 Nolo hefur gefið út sína fyrstu stóru plötu og nefnist hún Nology. fréttablaðið/stefán Nology, fyrsta breiðskífa dúósins Nolo, er komin út. Gripnum verður fylgt eftir um leið og þeir hafa lokið jólaprófunum. Fyrsta plata dúósins Nolo í fullri lengd nefnist Nology og kom nýverið út á vegum Kimi Records. Platan hefur verið fáanleg á tónlistarveitunni Gogoyoko síðustu viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum. „Við ætlum að reyna að kynna plötuna eins mikið og við getum. Við ætlum að spila úti um allt og selja milljón eintök,“ segir Ívar Björnsson, annar meðlima Nolo, í léttum dúr. Auk Ívars er í Nolo Jón Lorange og eru þeir félagar úr Breiðholti og Kópavogi. Fyrsta stuttskífa þeirra, No-Lo-Fi, kom út á vegum Braks, undirfyrirtækis Kimi Records, milli jóla og nýárs árið 2009 og var hún tekin upp í svefnherbergjum piltanna. Hún hafði að geyma lágstemmt, áheyrilegt popp með elektrónískum áhrifum og fékk mikið lof gagnrýnenda. Kraumsverðlaunin féllu þeim í skaut og einnig tilnefning til hljómplötuverðlauna Norðurlanda. „Upplagið, sem var tvö hundruð og eitthvað plötur, seldist upp hjá Braki og þá talaði Baldvin [Esra Einarsson hjá Kimi Records] um að gera fulla plötu hjá Kimi,“ segir Ívar. Upptökur á Nology tóku langan tíma. Þær hófust í febrúar og sáu Svavar Pétur Eysteinsson úr Skakkamanage og Prins Póló og Logi Höskuldsson úr Sudden Weather Change um upptökustjórn. „Við vorum alltaf að fiffa eitthvað til og lagfæra plötuna,“ segir Ívar og bætir við að það hafi verið mjög góð reynsla að vinna með Svavari Pétri og félögum. Fjórtán lög eru á Nology, þar á meðal Beautiful Way, eitt besta lagið af No-Lo-Fi. Eins og áður segir ætla Ívar og Jón að fylgja Nology vel eftir, en samt ekki fyrr en þeir klára prófin, þó svo að einhverjir tónleikar verði á næstunni. Ívar er að læra kvikmyndafræði í Háskólanum en Jón er í Menntaskólanum í Kópavogi. „Við erum í svo miklum prófum núna en við ætlum að byrja að rúlla á fullu eftir 10. desember,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nology, fyrsta breiðskífa dúósins Nolo, er komin út. Gripnum verður fylgt eftir um leið og þeir hafa lokið jólaprófunum. Fyrsta plata dúósins Nolo í fullri lengd nefnist Nology og kom nýverið út á vegum Kimi Records. Platan hefur verið fáanleg á tónlistarveitunni Gogoyoko síðustu viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum. „Við ætlum að reyna að kynna plötuna eins mikið og við getum. Við ætlum að spila úti um allt og selja milljón eintök,“ segir Ívar Björnsson, annar meðlima Nolo, í léttum dúr. Auk Ívars er í Nolo Jón Lorange og eru þeir félagar úr Breiðholti og Kópavogi. Fyrsta stuttskífa þeirra, No-Lo-Fi, kom út á vegum Braks, undirfyrirtækis Kimi Records, milli jóla og nýárs árið 2009 og var hún tekin upp í svefnherbergjum piltanna. Hún hafði að geyma lágstemmt, áheyrilegt popp með elektrónískum áhrifum og fékk mikið lof gagnrýnenda. Kraumsverðlaunin féllu þeim í skaut og einnig tilnefning til hljómplötuverðlauna Norðurlanda. „Upplagið, sem var tvö hundruð og eitthvað plötur, seldist upp hjá Braki og þá talaði Baldvin [Esra Einarsson hjá Kimi Records] um að gera fulla plötu hjá Kimi,“ segir Ívar. Upptökur á Nology tóku langan tíma. Þær hófust í febrúar og sáu Svavar Pétur Eysteinsson úr Skakkamanage og Prins Póló og Logi Höskuldsson úr Sudden Weather Change um upptökustjórn. „Við vorum alltaf að fiffa eitthvað til og lagfæra plötuna,“ segir Ívar og bætir við að það hafi verið mjög góð reynsla að vinna með Svavari Pétri og félögum. Fjórtán lög eru á Nology, þar á meðal Beautiful Way, eitt besta lagið af No-Lo-Fi. Eins og áður segir ætla Ívar og Jón að fylgja Nology vel eftir, en samt ekki fyrr en þeir klára prófin, þó svo að einhverjir tónleikar verði á næstunni. Ívar er að læra kvikmyndafræði í Háskólanum en Jón er í Menntaskólanum í Kópavogi. „Við erum í svo miklum prófum núna en við ætlum að byrja að rúlla á fullu eftir 10. desember,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira