Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar 26. nóvember 2011 15:45 Sesar A verður grjótharður á Faktorý í kvöld. Mynd/Vilhelm „Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira