Ad hominem Davíð Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það er vandasamt að taka þátt í opinberri umræðu. Pyttirnir eru margir sem hægt er að falla í. Einn sá algengasti er ad hominem rökvillan. Þá er ekki ráðist á málflutning þeirra sem maður er ósammála og bent á villur í rökleiðslu þeirra, heldur er ráðist á persónu þeirra. Eitthvað sem kemur málinu ekki við er notað gegn þeim, t.d. kynhneigð, kynferði eða skoðanir á einhverju allt öðru. Jafnvel er andstæðingnum gerðar upp annarlegar hvatir fyrir skoðunum sínum. Ég ætla ekki að láta eins og ég sé alsaklaus af þessum ósóma, en maður verður óneitanlega varari við þetta þegar maður verður fyrir barðinu á því en þegar maður álpast til að beita því sjálfur. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að verða þetta á. Fyrir mörgum árum var ég útvarpsmaður. Þá skrifaði Magnús Skarphéðinsson grein í blað þar sem hann gagnrýndi fyrirkomulag endurvinnslu á Íslandi. Forstjóri Sorpu neitaði að svara gagnrýninni og sagði við mig í síma eitthvað á þá leið að bullið í Magnúsi Skarphéðinssyni hefði hingað til ekki þótt svaravert. Þetta er skólabókardæmi um ad hominem. Þar sem Magnús trúir á álfa og geimverur er fráleitt að hægt sé að rökræða við hann um endurvinnslu. Þeim sem eru á bandi pólitískrar rétthugsunar virðist mér hættara við þessum afglöpum en öðrum. Nýlega skrifaði ungur karlmaður t.d. pistil á vefmiðli um ýmis skrif þar sem fundið er að aðgerðum sk. Stóru systur. Í fyrstu setningunni lýsir hann yfir því að þessi skrif séu áhugaverð. Strax í annarri setningunni segir hann síðan: „Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hafi einhverra hagsmuna að gæta og hvort Stóra systir sé að ógna þeim [sic].“ Það er m.ö.o. óhugsandi að hægt sé að gjalda varhuga við því að nafnlausir einstaklingar taki lögin í sínar eigin hendur nema það ógni manni persónulega og maður eigi sjálfur hagsmuna að gæta. Hvaða hagsmunir gætu það annars verið? Hann hefði eins getað sagt berum orðum: „Aðeins hórkarlar, hórur og melludólgar gagnrýna Stóru systur.“ Ég gæti skrifað: „Það er áhugavert að fylgjast með ungum körlum verja aðgerðir Stóru systur. Ég velti því fyrir mér hvort þeir hafi einhverra hagsmuna að gæta og hvort gagnrýni á þær ógni þeim.“ Það þætti væntanlega ómerkilegur málflutningur, enda væri hann það. Hann væri aftur á móti á nákvæmlega sama plani. Umræða af þessu tagi er ekki boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun
Það er vandasamt að taka þátt í opinberri umræðu. Pyttirnir eru margir sem hægt er að falla í. Einn sá algengasti er ad hominem rökvillan. Þá er ekki ráðist á málflutning þeirra sem maður er ósammála og bent á villur í rökleiðslu þeirra, heldur er ráðist á persónu þeirra. Eitthvað sem kemur málinu ekki við er notað gegn þeim, t.d. kynhneigð, kynferði eða skoðanir á einhverju allt öðru. Jafnvel er andstæðingnum gerðar upp annarlegar hvatir fyrir skoðunum sínum. Ég ætla ekki að láta eins og ég sé alsaklaus af þessum ósóma, en maður verður óneitanlega varari við þetta þegar maður verður fyrir barðinu á því en þegar maður álpast til að beita því sjálfur. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að verða þetta á. Fyrir mörgum árum var ég útvarpsmaður. Þá skrifaði Magnús Skarphéðinsson grein í blað þar sem hann gagnrýndi fyrirkomulag endurvinnslu á Íslandi. Forstjóri Sorpu neitaði að svara gagnrýninni og sagði við mig í síma eitthvað á þá leið að bullið í Magnúsi Skarphéðinssyni hefði hingað til ekki þótt svaravert. Þetta er skólabókardæmi um ad hominem. Þar sem Magnús trúir á álfa og geimverur er fráleitt að hægt sé að rökræða við hann um endurvinnslu. Þeim sem eru á bandi pólitískrar rétthugsunar virðist mér hættara við þessum afglöpum en öðrum. Nýlega skrifaði ungur karlmaður t.d. pistil á vefmiðli um ýmis skrif þar sem fundið er að aðgerðum sk. Stóru systur. Í fyrstu setningunni lýsir hann yfir því að þessi skrif séu áhugaverð. Strax í annarri setningunni segir hann síðan: „Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hafi einhverra hagsmuna að gæta og hvort Stóra systir sé að ógna þeim [sic].“ Það er m.ö.o. óhugsandi að hægt sé að gjalda varhuga við því að nafnlausir einstaklingar taki lögin í sínar eigin hendur nema það ógni manni persónulega og maður eigi sjálfur hagsmuna að gæta. Hvaða hagsmunir gætu það annars verið? Hann hefði eins getað sagt berum orðum: „Aðeins hórkarlar, hórur og melludólgar gagnrýna Stóru systur.“ Ég gæti skrifað: „Það er áhugavert að fylgjast með ungum körlum verja aðgerðir Stóru systur. Ég velti því fyrir mér hvort þeir hafi einhverra hagsmuna að gæta og hvort gagnrýni á þær ógni þeim.“ Það þætti væntanlega ómerkilegur málflutningur, enda væri hann það. Hann væri aftur á móti á nákvæmlega sama plani. Umræða af þessu tagi er ekki boðleg.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun