Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt 1. nóvember 2011 00:01 Latneskur sálmur frá 14. öld - Valdimar Briem Þýskt vísnalag frá um 1600 - Berggreen 1849 - Sb. 1589 Í BETLEHEM er barn oss fætt, barn oss fætt. Því fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja, hallelúja. Það barn oss fæddi fátæk mær, fátæk mær. Hann er þó dýrðar Drottinn skær. Hallelúja, hallelúja. Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt. en ríkir þó á himnum hátt. Hallelúja, hallelúja. Hann vegsömuðu vitringar, vitringar. hann tigna himins herskarar. Hallelúja, hallelúja. Þeir boða frelsi' og frið á jörð, frið á jörð. og blessun Drottins barnahjörð. Hallelúja, hallelúja. Vér undir tökum englasöng, englasöng. og nú finnst oss ei nóttin löng. Hallelúja, hallelúja. Vér fögnum komu frelsarans, frelsarans. vér erum systkin orðin hans. Hallelúja, hallelúja. Hvert fátækt hreysi höll nú er, höll nú er. því Guð er sjálfur gestur hér. Hallelúja, hallelúja. Í myrkrum ljómar lífsins sól, lífsins sól. Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól. Hallelúja, hallelúja. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin Lúxusdvöl og innkaup í Keflavík Jól
Latneskur sálmur frá 14. öld - Valdimar Briem Þýskt vísnalag frá um 1600 - Berggreen 1849 - Sb. 1589 Í BETLEHEM er barn oss fætt, barn oss fætt. Því fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja, hallelúja. Það barn oss fæddi fátæk mær, fátæk mær. Hann er þó dýrðar Drottinn skær. Hallelúja, hallelúja. Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt. en ríkir þó á himnum hátt. Hallelúja, hallelúja. Hann vegsömuðu vitringar, vitringar. hann tigna himins herskarar. Hallelúja, hallelúja. Þeir boða frelsi' og frið á jörð, frið á jörð. og blessun Drottins barnahjörð. Hallelúja, hallelúja. Vér undir tökum englasöng, englasöng. og nú finnst oss ei nóttin löng. Hallelúja, hallelúja. Vér fögnum komu frelsarans, frelsarans. vér erum systkin orðin hans. Hallelúja, hallelúja. Hvert fátækt hreysi höll nú er, höll nú er. því Guð er sjálfur gestur hér. Hallelúja, hallelúja. Í myrkrum ljómar lífsins sól, lífsins sól. Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól. Hallelúja, hallelúja.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Fimleikastelpur í hátíðarskapi Jólin Lúxusdvöl og innkaup í Keflavík Jól