Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist 1. nóvember 2011 00:01 Heiðra skulum vér Herrann Krist. Heims í fallinna barna vist flekklaus hann mærin fæddi' um nátt. Fagnandi syngja englar dátt: Sé Drottni dýrð! Son Guðs eilífur, sjáum vér, sannur Guð, vafinn reifum er. Jatan er fyrsta hælið hans, hans, sem er athvarf syndugs manns. Sé Drottni dýrð! Móðurfaðmurinn felur hann, fela veröld sem öll ei kann. Hann er nú orðinn ungur sveinn, öllum sem hlutum ræður einn. Sé Drottni dýrð! Ljósið eilífa lítum vér, ljóma' um gjörvallan heim sem ber. Náttmyrkri ljósið lýsir í, ljóssins vér gjörumst börn í því. Sé Drottni dýrð! Snauður kom hann í heiminn hér, hans að miskunnar nytum vér, auðguðumst fyrir fátækt hans, fögnuðum arfleifð himnaranns. Sé Drottni dýrð! Fyrir allt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sé þökk af hjarta skýrð, honum sé eilíft lof og dýrð. Sé Drottni dýrð! Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hér er komin Grýla Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Táknmyndir jólatrésins Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Býr til ævintýraheim í stofunni Jól Bakar syngur og hjúkrar Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Kjörin jólagjöf gegn valkvíða - myndir Jólin
Heiðra skulum vér Herrann Krist. Heims í fallinna barna vist flekklaus hann mærin fæddi' um nátt. Fagnandi syngja englar dátt: Sé Drottni dýrð! Son Guðs eilífur, sjáum vér, sannur Guð, vafinn reifum er. Jatan er fyrsta hælið hans, hans, sem er athvarf syndugs manns. Sé Drottni dýrð! Móðurfaðmurinn felur hann, fela veröld sem öll ei kann. Hann er nú orðinn ungur sveinn, öllum sem hlutum ræður einn. Sé Drottni dýrð! Ljósið eilífa lítum vér, ljóma' um gjörvallan heim sem ber. Náttmyrkri ljósið lýsir í, ljóssins vér gjörumst börn í því. Sé Drottni dýrð! Snauður kom hann í heiminn hér, hans að miskunnar nytum vér, auðguðumst fyrir fátækt hans, fögnuðum arfleifð himnaranns. Sé Drottni dýrð! Fyrir allt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sé þökk af hjarta skýrð, honum sé eilíft lof og dýrð. Sé Drottni dýrð!
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hér er komin Grýla Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Táknmyndir jólatrésins Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Býr til ævintýraheim í stofunni Jól Bakar syngur og hjúkrar Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Kjörin jólagjöf gegn valkvíða - myndir Jólin