Langbesta byrjunin hjá Yrsu 1. desember 2011 07:30 fer vel af stað Nýjasta bók Yrsu Sigurðardóttur, Brakið, hefur farið gríðarlega vel af stað. „Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið. Um sex þúsund eintök hafa verið send í búðir og að sögn Péturs Más hefur salan aukist um fimmtíu prósent frá síðustu bók, Ég man þig, ef miðað er við sama tímaramma og í fyrra. „Þá fórum við úr tíu þúsundum í sextán þúsund eintök. Núna prentuðum við í sextán þúsundum í fyrsta upplagi og reiknum með því að prenta meira,“ segir hann. Til marks um stigvaxandi vinsældir Yrsu var salan á Ég man þig á sama tíma í fyrra einnig fimmtíu prósentum meiri en á bókinni þar á undan, Horfðu á mig. „Við áttum von á því eins og fyrsta prentun gefur til kynna að salan yrði alla vega jafngóð og í fyrra. En við áttum ekki von á 50 prósenta aukningu,“ segir Pétur Már, sáttur við gang mála. Ég man þig hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum hérlendis. Í Þýskalandi hefur bókin setið í átta vikur á metsölulistanum og áætla þarlendir útgefendur að bókin nái eitt hundrað þúsund eintaka sölu fyrir jólin. Eldri bækur Yrsu hafa tekið mikinn kipp í Þýskalandi síðan Ég man þig kom út og þá sérstaklega Horfðu á mig. „Við bíðum mjög spennt eftir ársuppgjörinu frá þeim.“ - fb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
„Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið. Um sex þúsund eintök hafa verið send í búðir og að sögn Péturs Más hefur salan aukist um fimmtíu prósent frá síðustu bók, Ég man þig, ef miðað er við sama tímaramma og í fyrra. „Þá fórum við úr tíu þúsundum í sextán þúsund eintök. Núna prentuðum við í sextán þúsundum í fyrsta upplagi og reiknum með því að prenta meira,“ segir hann. Til marks um stigvaxandi vinsældir Yrsu var salan á Ég man þig á sama tíma í fyrra einnig fimmtíu prósentum meiri en á bókinni þar á undan, Horfðu á mig. „Við áttum von á því eins og fyrsta prentun gefur til kynna að salan yrði alla vega jafngóð og í fyrra. En við áttum ekki von á 50 prósenta aukningu,“ segir Pétur Már, sáttur við gang mála. Ég man þig hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum hérlendis. Í Þýskalandi hefur bókin setið í átta vikur á metsölulistanum og áætla þarlendir útgefendur að bókin nái eitt hundrað þúsund eintaka sölu fyrir jólin. Eldri bækur Yrsu hafa tekið mikinn kipp í Þýskalandi síðan Ég man þig kom út og þá sérstaklega Horfðu á mig. „Við bíðum mjög spennt eftir ársuppgjörinu frá þeim.“ - fb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira