Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca, fékk afhenta gullplötu fyrir að selja 5.000 eintök af plötu sinni, Kópacabana. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Erpi gullplötuna í Hamraborginni í gær. Á myndinni sjást Guðrún, Erpur, Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, og Sigurður Valgeirsson, sem situr fyrir á umslagi plötunnar.

