Fjölmargir mættu í útgáfufögnuð Flickmylife-bókarinnar sem útgáfufélögin Ókeibæ(!)kur og Forlagið héldu á skemmtistaðnum Faktorý á fimmtudagskvöldið. Bókin inniheldur rjómann af gríninu sem aðstandendur síðunnar hafa birt undanfarin þrjú ár, en tugþúsundir Íslendinga heimsækja hana á hverjum degi. Glatt var á hjalla þegar Hugleikur Dagsson, Dóri DNA og fleiri grínistar sýndu og spjölluðu um uppáhaldsmyndir sínar úr bókinni.
Kolb in the Wild á Faktorý
