Líkja The Charlies við Britney Spears 3. desember 2011 17:00 Gengur vel Stúlknasveitin The Charlies gaf nýverið frá sér svokallað mixteip með sex lögum sem hefur meðal annars lagst vel í MTV-bloggarann Bradley Stern. mynd/grétakaren Mynd/Gréta Karen Grétarsdóttir Tónlist íslensku stúlknasveitarinnar The Charlies hefur vakið eftirtekt víða eftir að þær Klara, Alma og Steinunn sendu frá sér mixteipið Start a Fire í byrjun nóvember. Í vikunni útnefndi MTV bloggarinn Bradley Stern lag sveitarinnar, Let That Body Breathe, sem eitt af lögum vikunnar. Stern nefnir fimm lög og eru stúlkurnar í The Charlies þar í hópi með Britney Spears, Rihönnu, bresku sveitinni The Saturdays og sænska dúóinu Rebecca og Fiona. Stern er hrifinn af öllum lögunum á mixteipinu svokallaða, en það inniheldur sex lög með stúlkunum, og tekur sérstaklega fram að honum þyki útgáfa sveitarinnar á laginu Yellow með Coldplay yndislegt. Vefsíðan Sosogay.org hefur einnig tekið ástfóstri við nýja tóna The Charlies og hvetur lesendur sína eindregið til að hlusta á mixteipið. Vefsíðan líkir tónlist The Charlies við Britney Spears og segir að lag þeirra Monster (Eat Me!) sé svo gott að sjálf poppdrottningin hefði átt að taka sér það til fyrirmyndar þegar hún gerði plötuna sína Femme Fatale. The Charlies eru því að fá góða viðtökur netverja en flest lögin þeirra eru unnin í samvinnu við íslenska upptökuteymið StopWaitGo sem einnig er að hasla sér völl vestanhafs. Íslenskir aðdáendur sveitarinnar ættu ekki að örvænta því í samtali við Fréttablaðið fyrr í haust sögðust stúlkurnar ætla að eyða jólunum á Íslandi. - áp Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Tónlist íslensku stúlknasveitarinnar The Charlies hefur vakið eftirtekt víða eftir að þær Klara, Alma og Steinunn sendu frá sér mixteipið Start a Fire í byrjun nóvember. Í vikunni útnefndi MTV bloggarinn Bradley Stern lag sveitarinnar, Let That Body Breathe, sem eitt af lögum vikunnar. Stern nefnir fimm lög og eru stúlkurnar í The Charlies þar í hópi með Britney Spears, Rihönnu, bresku sveitinni The Saturdays og sænska dúóinu Rebecca og Fiona. Stern er hrifinn af öllum lögunum á mixteipinu svokallaða, en það inniheldur sex lög með stúlkunum, og tekur sérstaklega fram að honum þyki útgáfa sveitarinnar á laginu Yellow með Coldplay yndislegt. Vefsíðan Sosogay.org hefur einnig tekið ástfóstri við nýja tóna The Charlies og hvetur lesendur sína eindregið til að hlusta á mixteipið. Vefsíðan líkir tónlist The Charlies við Britney Spears og segir að lag þeirra Monster (Eat Me!) sé svo gott að sjálf poppdrottningin hefði átt að taka sér það til fyrirmyndar þegar hún gerði plötuna sína Femme Fatale. The Charlies eru því að fá góða viðtökur netverja en flest lögin þeirra eru unnin í samvinnu við íslenska upptökuteymið StopWaitGo sem einnig er að hasla sér völl vestanhafs. Íslenskir aðdáendur sveitarinnar ættu ekki að örvænta því í samtali við Fréttablaðið fyrr í haust sögðust stúlkurnar ætla að eyða jólunum á Íslandi. - áp
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira