Ritstjórar verða fyrirsætur 3. desember 2011 14:00 Í sviðsljósinu Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue (efst) prýðir forsíðu nýja breska tímaritsins, Industrie. Kate Lanphear ritstýrir tískuumfjöllun í breska Vogue en hún sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir skartgripaframleiðanda. Ritstjóri japanska Vogue, Anna Dello Russo (t.h.) hefur gengið eftir tískupöllunum fyrir bæði Ungaro og H&M. Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira