Ricky Gervais er ákaflega þjáður eftir að hafa tognað í baki þegar hann var í ræktinni. Gervais segir frá þessu á bloggi sínu. Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Office og Extras, var að lyfta þegar bakið gaf sig og grínistinn segist vera ákaflega þjáður.
Hann mætti meðal annars í upptöku fyrir viðtalsþátt Alan Carr og viðurkenndi að hann hefði gengið um myndverið, veinandi. Gervais verður kynnir á næstu Golden Globe-hátíð og mega stjörnurnar því fara að vara sig.
Slasaðist í ræktinni
