Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 08:30 Ragna Ingólfsdóttir hugsar um að ná endum saman á hverjum degi.fréttablaðið/anton Ragna Ingólfsdóttir keppir nú að því að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Til þess þarf hún að keppa víða erlendis á sterkum mótum en þegar hún er hér heima æfir hún tvisvar á dag. Ragna er 28 ára gömul og hefur í raun verið atvinnumaður í sinni íþrótt í tæpan áratug. En hún rétt skrimtir, að eigin sögn. „Ég fæ ekki neinn pening til þess að lifa á,“ sagði Ragna þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. „Allir styrkir sem ég fæ fara aðeins í útlagðan kostnað og þá helst fyrir keppnisferðalögum. Ég verð að skila inn kvittunum til að fá peninginn greiddan út.“ Sama upphæð 2002 og 2011Ragna fær B-styrk úr afreksmannasjóði ÍSÍ, en hann er 80 þúsund krónur á mánuði. „Sú upphæð er sú sama og ég var að fá árið 2002. Það gefur augaleið að ég gat notað þann pening betur þá en í dag,“ segir Ragna, sem fær þó aldrei peninginn til að lifa sínu daglegu lífi. „Sá peningur er aðeins fyrir útlögðum kostnaði vegna keppnisferðalaga.“ Ragna hefur því verið dugleg að koma sér á framfæri og leitað til fyrirtækja til að sækja sér styrki. „Svörin sem ég fæ þessa dagana eru nánast öll þau sömu – það eru allir að skera niður og geta lítið styrkt mann.“ Það sem hún fær þó fyrst og fremst frá fyrirtækjum er þjónusta og varningur – máltíðir, næringarefni, íþróttavarningur, líkamsræktarkort og svo framvegis. „Ég fæ því engan pening til að kaupa mér mat yfir daginn eða bensín á bílinn. Ég á í raun ekki neitt og skulda bara,“ sagði hún, en Ragna tók sér námslán á meðan hún var í háskólanámi, á sama tíma og hún undirbjó sig fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Fengi ekki fæðingarorlof„Eftir minn feril verð ég ekki með nein réttindi. Ef mig langar til dæmis að eignast barn fæ ég ekkert fæðingarorlof,“ segir hún. „Ég hef aldrei getað verið í vinnu eins og allir aðrir í kringum mig. Það eina sem ég hef gert til að afla mér tekna er að taka að mér kennslu í einkatíma eða þjálfa á milli æfinga. Þess fyrir utan er ég mjög oft í keppnisferðum.“ Ragna hefur líka reynt að selja ýmsan varning til að verða sér úti um pening, til að mynda í gegnum Facebook. Hún skrifaði þar pistil fyrr í vikunni þar sem hún lýsti gremju sinni yfir því hversu illa henni gengi að láta enda ná saman. „Fólk virðist ekki vilja kaupa vörur af mér þegar þær eru aðeins ódýrari annars staðar. Þá fékk ég nóg.“ Ragna segist ekki vita um neina aðra á heimslistanum í einliðaleik í badminton kvenna sem þurfi að glíma við þessi vandamál í svo miklum mæli. Keppinautarnir á launum„Þessar stelpur sem ég hef verið að keppa við úti eru á launum frá hinu opinbera sem eru á við atvinnuleysisbætur. Þær búa í Ólympíuþorpum þar sem þær þurfa ekki að leggja út fyrir húsnæði og mat. Þær fá þjálfun og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum sem fara líka með þeim í keppnisferðalög. Þær þurfa ekki að bóka flugferðir og hótelgistingu, sem ég þarf að eyða miklum tíma í sjálf,“ segir Ragna. Ég er mitt eigið fyrirtæki„Það má því segja að ég sé að reka mitt eigið fyrirtæki og það er í ótrúlega mörg horn að líta svo að þetta gangi allt upp. En þetta er eitthvað sem ég ætti ekki að vera að gera – ég ætti bara að hafa áhyggjur af því að æfa og keppa.“ Hún segist, þrátt fyrir allt, ekki sjá eftir þessum árum. „Það er draumur flestra íþróttamanna að keppa á Ólympíuleikum og ég er mjög ánægð með að hafa fengið að upplifa það. En ég veit ekki hvað ég mun gera eftir næstu Ólympíuleika enda er staða mín ekki góð. Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert – ekki íbúð, bíl eða neinar eignir yfir höfuð. Það er ómetanlegt að keppa á Ólympíuleikum en ég get vel séð fyrir mér að efnilegir íþróttakrakkar muni frekar enda á vinnumarkaðnum en að feta þessa slóð. Ísland er að dragast langt aftur úr í þessum efnum og þarf að bæta úr því ef ekki á illa að fara.“ Innlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir keppir nú að því að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Til þess þarf hún að keppa víða erlendis á sterkum mótum en þegar hún er hér heima æfir hún tvisvar á dag. Ragna er 28 ára gömul og hefur í raun verið atvinnumaður í sinni íþrótt í tæpan áratug. En hún rétt skrimtir, að eigin sögn. „Ég fæ ekki neinn pening til þess að lifa á,“ sagði Ragna þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. „Allir styrkir sem ég fæ fara aðeins í útlagðan kostnað og þá helst fyrir keppnisferðalögum. Ég verð að skila inn kvittunum til að fá peninginn greiddan út.“ Sama upphæð 2002 og 2011Ragna fær B-styrk úr afreksmannasjóði ÍSÍ, en hann er 80 þúsund krónur á mánuði. „Sú upphæð er sú sama og ég var að fá árið 2002. Það gefur augaleið að ég gat notað þann pening betur þá en í dag,“ segir Ragna, sem fær þó aldrei peninginn til að lifa sínu daglegu lífi. „Sá peningur er aðeins fyrir útlögðum kostnaði vegna keppnisferðalaga.“ Ragna hefur því verið dugleg að koma sér á framfæri og leitað til fyrirtækja til að sækja sér styrki. „Svörin sem ég fæ þessa dagana eru nánast öll þau sömu – það eru allir að skera niður og geta lítið styrkt mann.“ Það sem hún fær þó fyrst og fremst frá fyrirtækjum er þjónusta og varningur – máltíðir, næringarefni, íþróttavarningur, líkamsræktarkort og svo framvegis. „Ég fæ því engan pening til að kaupa mér mat yfir daginn eða bensín á bílinn. Ég á í raun ekki neitt og skulda bara,“ sagði hún, en Ragna tók sér námslán á meðan hún var í háskólanámi, á sama tíma og hún undirbjó sig fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Fengi ekki fæðingarorlof„Eftir minn feril verð ég ekki með nein réttindi. Ef mig langar til dæmis að eignast barn fæ ég ekkert fæðingarorlof,“ segir hún. „Ég hef aldrei getað verið í vinnu eins og allir aðrir í kringum mig. Það eina sem ég hef gert til að afla mér tekna er að taka að mér kennslu í einkatíma eða þjálfa á milli æfinga. Þess fyrir utan er ég mjög oft í keppnisferðum.“ Ragna hefur líka reynt að selja ýmsan varning til að verða sér úti um pening, til að mynda í gegnum Facebook. Hún skrifaði þar pistil fyrr í vikunni þar sem hún lýsti gremju sinni yfir því hversu illa henni gengi að láta enda ná saman. „Fólk virðist ekki vilja kaupa vörur af mér þegar þær eru aðeins ódýrari annars staðar. Þá fékk ég nóg.“ Ragna segist ekki vita um neina aðra á heimslistanum í einliðaleik í badminton kvenna sem þurfi að glíma við þessi vandamál í svo miklum mæli. Keppinautarnir á launum„Þessar stelpur sem ég hef verið að keppa við úti eru á launum frá hinu opinbera sem eru á við atvinnuleysisbætur. Þær búa í Ólympíuþorpum þar sem þær þurfa ekki að leggja út fyrir húsnæði og mat. Þær fá þjálfun og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum sem fara líka með þeim í keppnisferðalög. Þær þurfa ekki að bóka flugferðir og hótelgistingu, sem ég þarf að eyða miklum tíma í sjálf,“ segir Ragna. Ég er mitt eigið fyrirtæki„Það má því segja að ég sé að reka mitt eigið fyrirtæki og það er í ótrúlega mörg horn að líta svo að þetta gangi allt upp. En þetta er eitthvað sem ég ætti ekki að vera að gera – ég ætti bara að hafa áhyggjur af því að æfa og keppa.“ Hún segist, þrátt fyrir allt, ekki sjá eftir þessum árum. „Það er draumur flestra íþróttamanna að keppa á Ólympíuleikum og ég er mjög ánægð með að hafa fengið að upplifa það. En ég veit ekki hvað ég mun gera eftir næstu Ólympíuleika enda er staða mín ekki góð. Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert – ekki íbúð, bíl eða neinar eignir yfir höfuð. Það er ómetanlegt að keppa á Ólympíuleikum en ég get vel séð fyrir mér að efnilegir íþróttakrakkar muni frekar enda á vinnumarkaðnum en að feta þessa slóð. Ísland er að dragast langt aftur úr í þessum efnum og þarf að bæta úr því ef ekki á illa að fara.“
Innlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira