Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna Benedikt Bóas skrifar 9. desember 2011 06:00 Halldór er ánægður með að geta lagt söfnun UNICEF lið. Fréttablaðið/anton „Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011 Jólalög Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011
Jólalög Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira