Spennandi kapphlaup um vinsælustu jólasmáskífuna 13. desember 2011 08:00 sigurvegari Stúlknabandið Little Mix, sigurvegari X-Factor, er talið líklegt til að eiga vinsælasta smáskífulagið um jólin.nordicphotos/getty Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira