Spennandi kapphlaup um vinsælustu jólasmáskífuna 13. desember 2011 08:00 sigurvegari Stúlknabandið Little Mix, sigurvegari X-Factor, er talið líklegt til að eiga vinsælasta smáskífulagið um jólin.nordicphotos/getty Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í Bretlandi hafa menn keppst um það í áratugi að eiga vinsælasta lagið yfir jólatímann. Eins og undanfarin ár er sigurvegari X-Factor talinn líklegastur. Kapphlaupið um vinsælasta jólasmáskífulagið í Bretlandi hefur verið í fullum gangi að undanförnu. Mörg lög hafa verið kölluð til en aðeins eitt mun standa uppi sem sigurvegari síðustu vikuna fyrir jóladag. Líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í ár, eins og undanfarin ár, er fyrsta lag sigurvegarans í raunveruleikaþættinum X-Factor. Í þetta sinn vann stúlknabandið Little Mix keppnina og telja veðbankar sveitina afar líklega til að ná toppsætinu. Margir Bretar eru reyndar orðnir þreyttir á þessari þróun og vilja önnur lög á toppinn. Til að mynda var Killing in the Name með rokksveitinni Rage Against the Machine vinsælast árið 2009 eftir mikinn kosningaáróður á Facebook. Núna hafa þrýstihópar einnig notað Facebook til að koma Smells Like Teen Spirit með Nirvana á toppinn í tilefni 20 ára afmælis plötunnar Nevermind. Auk Little Mix og Nirvana telja veðbankar og tónlistarsérfræðingar líklegt að kór skipaður eiginkonum breskra hermanna muni blanda sér í baráttuna þessi jólin með laginu Wherever You Are. Kapphlaupið um besta jólasmáskífulagið í Bretlandi á sér langa sögu. Fyrsti opinberi smáskífulistinn þar í landi leit dagsins ljós árið 1952 og síðan þá hefur það skipt miklu máli hvaða lag nær toppi listans áður en jólin ganga í garð. Oftast eru það góðgerðalög eða jólalög sem ná toppsætinu, enda fólk komið í blússandi jólaskap á þessum tíma. Bítlarnir eru eini flytjandinn sem hefur átt fjögur lög á toppnum um jólin, þar af þrjú í röð frá árunum 1963 til 1965. Árin 1963 og 1967 tókst þeim líka að eiga bæði vinsælasta lagið og það næstvinsælasta. George Michael endurtók þann leik 1984 þegar hann var hluti af góðgerðahópnum Band Aid og dúóinu Wham! með lögin Do They Know It"s Christmas? og Last Christmas. Sir Paul McCartney hefur nokkrum sinnum átt vinsælasta lagið yfir jólatímann og Cliff Richard hefur átt fjögur topplög, þar af tvö sem sólótónlistarmaður, en það eru Mistletoe and Wine og Saviours Day. Kryddpíunum tókst svo á síðasta áratug að jafna met Bítlanna með því að eiga topplag þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Bohemian Rhapsody með Queen er aftur á móti eina lagið sem hefur náð efsta sætinu tvívegis, árin 1975 og 1991. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira