Palli með sinaskeiðabólgu eftir áritanir 14. desember 2011 10:00 Ekkert stoppar Palla Poppstjarna Íslands lætur sinaskeiðabólgu ekki stöðva sig heldur áritar sem aldrei fyrr með aðstoð bólgueyðandi lyfja og sjúkranudds. „Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira