Fimmtíu sekúndna bæting á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 07:30 Anton Sveinn McKee var sigursælasti íslenski sundmaðurinn á Norðurlandamóti unglinga með fjögur gull og sjö verðlaun. Mynd/Hag Sund Óhætt er að segja að hinn 18 ára gamli Anton Sveinn McKee hafi stigið stór og söguleg skref á árinu 2011. Hann hefur bætt sig gríðarlega á árinu og sló „eldgömul" met í 1.500 metra skriðsundi í bæði 25 og 50 metra laug. Hápunkturinn var þó um helgina þegar hann var næstum því búinn að synda 1.500 metrana á undir fimmtán mínútum og stóð alls fjórum sinnum efstur á palli sem Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Nýja tæknin svínvirkaðiMynd/Anton„Við ætluðum að toppa þarna og það tókst. Ég bjóst ekki við að synda svona hratt í 1.500 metrunum. Við vorum að þróa nýja tækni og hún bara svínvirkaði. Ég bætti mig mjög mikið og náði næstum því að rjúfa fimmtán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. Ég var sáttur við bætinguna í 1.500 metrunum og eftir að ég náði því var bara gaman að synda allt hitt," sagði Anton, sem sér ekki eftir tímanum sem fer í sundið. „Þetta tekur sinn tíma. Ég er að fórna ýmsu fyrir þetta en ég fæ líka mikið í staðinn, eins og þessa helgi sem dæmi," segir Anton. Fyrir einu ári vann Anton Sveinn til silfurverðlauna í 1.500 metra skriðsundi á Norðurlandamóti unglinga og kom þá í mark á 15:52.17 mínútum, sem var bæting á hans besta tíma. Tólf mánuðum síðar átti enginn möguleika í Anton Svein í úrslitasundinu á NMU, þar sem hann synti 1.500 metrana á 15:01,35 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet um 22,62 sekúndur. Anton hafði tekið ellefu ára Íslandsmet af Erni Arnarsyni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum en sló nú í leiðinni annað ellefu ára Íslandsmet Arnar í 800 metra skriðsundi. „Norsku og dönsku þjálfurunum þótti mikið til þess koma hvað hann er búinn að bæta sig mikið á stuttum tíma," sagði þjálfari hans, Jacky Pellerin. Góð fyrirmynd í JakobiMynd/AntonAnton segist hafa góða fyrirmynd með sér í Ægi. „Jakob (Jóhann Sveinsson) er rosalega flottur sundmaður og það er ekki hægt annað en að líta upp til hans. Hann er bæði mikil fyrirmynd í sundlauginni en líka hvernig hann hagar sínu lífi utan hennar. Það er hægt að læra mikið af honum. Kannski verð ég í þessu jafnlengi og Kobbi," segir Anton í léttum tón, en hann fylgist líka vel með uppgangi sundmanns frá Færeyjum. „Færeyingurinn Pál Joensen er alltaf flott fyrirmynd. Hann er rosalega flottur langsundmaður. Hann er að koma sterkur upp og er farinn að stimpla sig inn með bestu langsundmönnum í heimi. Það er gaman að geta litið upp til frænda síns úr Færeyjum," segir Anton. Jacky sá þetta á undan mérAnton er fæddur árið 1993 og segist hafa valið sundið þegar hann var krakki. Hann var þó aldrei viss um að geta náð svona langt fyrr en þjálfari hans sagði það. „Við erum með góðan þjálfara og það hjálpar mikið. Hann kann þetta alveg og hefur þjálfað marga Ólympíufara. Hann er reynslubolti og kröfuharður eins og allir alvöru þjálfarar. Jacky var búinn að sjá það á undan mér að ég gæti náð langt. Hann sagði mér að ég gæti þetta og svo gerðist það allt. Síðasta ár er búið að vera mjög gott," segir Anton um hinn franska þjálfara sinn Jacky Pellerin. „Það var rosalega gaman að taka metið hans Arnar um helgina. Maður nær oftast metinu í 800 metrum með 1.500 metrunum. Ég náði því ekki á Íslandmeistaramótinu en náði því núna," segir Anton og fram undan eru spennandi tímar. Þarf að bæta sig um 30 sekúndurMynd/Anton„Það er markmiðið núna að komast inn á Ólympíuleikana. Við erum að fara í æfingabúðir á Flórída og ætlum að æfa þar á fullu til þess að reyna að komast eins nálægt Ólympíulágmörkunum og hægt er. Vonandi náum við því," segir Anton, en kunnugir eru bjartsýnir eftir árangur helgarinnar enda er Anton jafnvel betri í löngu brautinni en þeirri stuttu. „Ég er núna 30 sekúndum frá lágmarkinu en í 25 metra lauginni bætti ég mig um 50 sekúndur á einu ári þannig að ég gæti náð þessu. 30 sekúndur eru mikið en ég vona það besta," segir Anton. Innlendar Sund Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Sund Óhætt er að segja að hinn 18 ára gamli Anton Sveinn McKee hafi stigið stór og söguleg skref á árinu 2011. Hann hefur bætt sig gríðarlega á árinu og sló „eldgömul" met í 1.500 metra skriðsundi í bæði 25 og 50 metra laug. Hápunkturinn var þó um helgina þegar hann var næstum því búinn að synda 1.500 metrana á undir fimmtán mínútum og stóð alls fjórum sinnum efstur á palli sem Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Nýja tæknin svínvirkaðiMynd/Anton„Við ætluðum að toppa þarna og það tókst. Ég bjóst ekki við að synda svona hratt í 1.500 metrunum. Við vorum að þróa nýja tækni og hún bara svínvirkaði. Ég bætti mig mjög mikið og náði næstum því að rjúfa fimmtán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. Ég var sáttur við bætinguna í 1.500 metrunum og eftir að ég náði því var bara gaman að synda allt hitt," sagði Anton, sem sér ekki eftir tímanum sem fer í sundið. „Þetta tekur sinn tíma. Ég er að fórna ýmsu fyrir þetta en ég fæ líka mikið í staðinn, eins og þessa helgi sem dæmi," segir Anton. Fyrir einu ári vann Anton Sveinn til silfurverðlauna í 1.500 metra skriðsundi á Norðurlandamóti unglinga og kom þá í mark á 15:52.17 mínútum, sem var bæting á hans besta tíma. Tólf mánuðum síðar átti enginn möguleika í Anton Svein í úrslitasundinu á NMU, þar sem hann synti 1.500 metrana á 15:01,35 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet um 22,62 sekúndur. Anton hafði tekið ellefu ára Íslandsmet af Erni Arnarsyni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum en sló nú í leiðinni annað ellefu ára Íslandsmet Arnar í 800 metra skriðsundi. „Norsku og dönsku þjálfurunum þótti mikið til þess koma hvað hann er búinn að bæta sig mikið á stuttum tíma," sagði þjálfari hans, Jacky Pellerin. Góð fyrirmynd í JakobiMynd/AntonAnton segist hafa góða fyrirmynd með sér í Ægi. „Jakob (Jóhann Sveinsson) er rosalega flottur sundmaður og það er ekki hægt annað en að líta upp til hans. Hann er bæði mikil fyrirmynd í sundlauginni en líka hvernig hann hagar sínu lífi utan hennar. Það er hægt að læra mikið af honum. Kannski verð ég í þessu jafnlengi og Kobbi," segir Anton í léttum tón, en hann fylgist líka vel með uppgangi sundmanns frá Færeyjum. „Færeyingurinn Pál Joensen er alltaf flott fyrirmynd. Hann er rosalega flottur langsundmaður. Hann er að koma sterkur upp og er farinn að stimpla sig inn með bestu langsundmönnum í heimi. Það er gaman að geta litið upp til frænda síns úr Færeyjum," segir Anton. Jacky sá þetta á undan mérAnton er fæddur árið 1993 og segist hafa valið sundið þegar hann var krakki. Hann var þó aldrei viss um að geta náð svona langt fyrr en þjálfari hans sagði það. „Við erum með góðan þjálfara og það hjálpar mikið. Hann kann þetta alveg og hefur þjálfað marga Ólympíufara. Hann er reynslubolti og kröfuharður eins og allir alvöru þjálfarar. Jacky var búinn að sjá það á undan mér að ég gæti náð langt. Hann sagði mér að ég gæti þetta og svo gerðist það allt. Síðasta ár er búið að vera mjög gott," segir Anton um hinn franska þjálfara sinn Jacky Pellerin. „Það var rosalega gaman að taka metið hans Arnar um helgina. Maður nær oftast metinu í 800 metrum með 1.500 metrunum. Ég náði því ekki á Íslandmeistaramótinu en náði því núna," segir Anton og fram undan eru spennandi tímar. Þarf að bæta sig um 30 sekúndurMynd/Anton„Það er markmiðið núna að komast inn á Ólympíuleikana. Við erum að fara í æfingabúðir á Flórída og ætlum að æfa þar á fullu til þess að reyna að komast eins nálægt Ólympíulágmörkunum og hægt er. Vonandi náum við því," segir Anton, en kunnugir eru bjartsýnir eftir árangur helgarinnar enda er Anton jafnvel betri í löngu brautinni en þeirri stuttu. „Ég er núna 30 sekúndum frá lágmarkinu en í 25 metra lauginni bætti ég mig um 50 sekúndur á einu ári þannig að ég gæti náð þessu. 30 sekúndur eru mikið en ég vona það besta," segir Anton.
Innlendar Sund Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira