Tölvuleikjafyrirtækið CCP sagði upp 120 starfsmönnum í október. Varaborgarfulltrúinn Diljá Ámundadóttir var ein þeirra sem missti vinnuna hjá fyrirtækinu, en þar hafði hún starfað um hríð. Diljá var ekki lengi verkefnalaus, því hún hefur ráðið sig til auglýsingastofunnar Ennemm, þar sem hún mun einbeita sér að verkefnum tengdum samfélagsmiðlum.
Svo skemmtilega vill til að Jón Gnarr, samherji Diljár í Besta flokknum, starfaði um skeið á sömu stofu og ætti þau því að hafa um nóg að ræða á næstunni. - mþl, hdm

