Nancy Sinatra nútímans 16. desember 2011 12:00 Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira