John Grant aftur til landsins 24. desember 2011 11:00 John Grant, til hægri, ásamt leikaranum Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni við Seljalandsfoss. Tónlistarmaðurinn snýr aftur til Íslands í janúar. Þá ætlar hann að vinna að lögum á næstu plötu sína með Bigga Veiru úr hljómsveitinni GusGus. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Denver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plötuna mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Denmark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjölmargra annarra tónlistargagnrýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og GusGus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guðjón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoðuðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð landsins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O"Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tækifærið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr GusGus í hljóðverið hans. Þar lýsti hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálfsagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta samstarf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira