Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra. Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira