Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra. Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira