Engin væmin atriði í Seinfeld 28. desember 2011 14:00 aðdáendur seinfeld Kolbeinn Gauti Friðriksson og Sindri Már Sigfússon halda sitt fyrsta Seinfeld-spurningakvöld á morgun.fréttablaðið/stefán Spurningakeppni verður haldin á Bakkusi við Tryggvagötu á fimmtudagskvöld þar sem viðfangsefnið er bandarísku gamanþættirnir Seinfeld sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Höfundar spurninga eru tónlistarmennirnir og vinirnir Sindri Már Sigfússon og Kolbeinn Gauti Friðriksson. „Þetta er hugmynd frá Gauta. Hann hefur áður haldið hip hop-spurningakeppni með íslensku þema og hann var búinn að ganga með þetta í hausnum að vera með Seinfeld-„quiz"," segir Sindri Már. „Svo fékk hann mig með sér í þetta því hann vissi að ég væri forfallinn Seinfeld-aðdáandi." Viðbrögðin við keppninni hafa verið mjög góð og segir Sindri Már vel mögulegt að hún verði að árlegum viðburði. Veglegir vinningar verða í boði og þeir sem mæta í Seinfeld-búningum fá ókeypis bjór. Bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson úr hljómsveitinni Ojba Rasta! spilar Seinfeld-stefið á milli spurninga og þeir Sindri og Gauti þeyta svo skífum að keppni lokinni. En hvað er svona skemmtilegt við þættina? „Þeir eru lausir við alla tilfinningasemi. Það er tekið grunnt á ástar- og tilfinningamálum og það eru engin væmin atriðið í Seinfeld," segir Sindri og heldur áfram: „Þeir geta oft verið djúpir og plottið er oft úthugsað og gott. Svo eru karakterarnir líka æðislegir." -fb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Spurningakeppni verður haldin á Bakkusi við Tryggvagötu á fimmtudagskvöld þar sem viðfangsefnið er bandarísku gamanþættirnir Seinfeld sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Höfundar spurninga eru tónlistarmennirnir og vinirnir Sindri Már Sigfússon og Kolbeinn Gauti Friðriksson. „Þetta er hugmynd frá Gauta. Hann hefur áður haldið hip hop-spurningakeppni með íslensku þema og hann var búinn að ganga með þetta í hausnum að vera með Seinfeld-„quiz"," segir Sindri Már. „Svo fékk hann mig með sér í þetta því hann vissi að ég væri forfallinn Seinfeld-aðdáandi." Viðbrögðin við keppninni hafa verið mjög góð og segir Sindri Már vel mögulegt að hún verði að árlegum viðburði. Veglegir vinningar verða í boði og þeir sem mæta í Seinfeld-búningum fá ókeypis bjór. Bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson úr hljómsveitinni Ojba Rasta! spilar Seinfeld-stefið á milli spurninga og þeir Sindri og Gauti þeyta svo skífum að keppni lokinni. En hvað er svona skemmtilegt við þættina? „Þeir eru lausir við alla tilfinningasemi. Það er tekið grunnt á ástar- og tilfinningamálum og það eru engin væmin atriðið í Seinfeld," segir Sindri og heldur áfram: „Þeir geta oft verið djúpir og plottið er oft úthugsað og gott. Svo eru karakterarnir líka æðislegir." -fb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira