Þetta fer eins og við segjum! Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 29. desember 2011 06:00 Sírenurnar vældu og þykkur reykjarmökkurinn fyllti allt. Ringulreiðin var algjör og einhvers staðar inni í miðju eldhafinu var maðurinn hennar. Örfrétt birtist á mbl.is um kvöldið, „54 féllu í Bagdad." Hún sjálf var orðin að ekkju í Írak, skrýtið hvernig eitt andartak getur öllu breytt. Hinum megin við ána Tígris hafði maður verið tekinn að heiman þegar þetta var. Tekinn af lífi. Þrjú börn orðið föðurlaus. Önnur börn einnig misst pabba sinn eftir svipað atvik í sama hverfi. Kona virt fyrir sér illa farið lík fjölskylduvinar norðar í borginni. Barn verið pyntað. Faðir verið skotinn. Þá látnu þekkti ég ekki en hinum hef ég kynnst. Sumu verður aldrei hægt að gleyma en vonandi er hægt að læra að lifa með því. Af hverju að rifja upp látið fólk og ljótar minningar á hátíð ljóss og friðar? Af því að Íraksstríðinu er núna formlega „lokið", segja þeir, og þeirra látnu ber að minnast. Fólkið lést auk þess í stríði sem var valkvæmt. Innrásin í Írak var ekki óundirbúið viðbragð við ófyrirsjáanlegum atburðum. Valdamiklir leiðtogar tóku ákvörðun um að inn skyldi farið og inn sendu þeir hermenn. Árásin var val og innrásardagurinn var valinn af árásarríkjunum – hann hefði eins getað verið mánuði síðar, hálfu ári, heilu. Þrátt fyrir það var ráðist inn án nokkurrar formlegrar áætlunar um hvað taka ætti við eftir Saddam. Gríðarlega umdeild innrás – stórpólitískur og háalvarlegur atburður – reyndist fúsk. Menn skelltu skollaeyrum við varnaðarorðum, köstuðu til höndunum. Átta árum síðar eru vel yfir hundrað þúsund Írakar látnir, sumir segja margfalt fleiri. 4.486 bandarískir hermenn liggja í valnum. Bandarískir skattborgarar sitja uppi með reikninga sem eru svo háir að þá skilur varla nokkur maður. Fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hefur viðurkennt að „taktísk mistök" hafi verið gerð. Fyrrum ritari Bandaríkjahers hefur fullyrt að í varnarmálaráðuneytinu hafi menn séð fyrir sér að þar sem Írak yrði „frelsisstríð" yrði verkefnið „tiltölulega einfalt og viðráðanlegt". Enn fremur að sjónarhorn ráðamanna hafi verið nánast guðspekilegt: „Að þetta færi eins og þeir segðu að þetta færi." Sorrý strákar, það varð ekki að veruleika. Átta árum eftir innrás eru seinustu bandarísku herdeildirnar loks farnar heim en útlitið í Írak er skuggalegt og nákvæmlega engin ástæða til bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun
Sírenurnar vældu og þykkur reykjarmökkurinn fyllti allt. Ringulreiðin var algjör og einhvers staðar inni í miðju eldhafinu var maðurinn hennar. Örfrétt birtist á mbl.is um kvöldið, „54 féllu í Bagdad." Hún sjálf var orðin að ekkju í Írak, skrýtið hvernig eitt andartak getur öllu breytt. Hinum megin við ána Tígris hafði maður verið tekinn að heiman þegar þetta var. Tekinn af lífi. Þrjú börn orðið föðurlaus. Önnur börn einnig misst pabba sinn eftir svipað atvik í sama hverfi. Kona virt fyrir sér illa farið lík fjölskylduvinar norðar í borginni. Barn verið pyntað. Faðir verið skotinn. Þá látnu þekkti ég ekki en hinum hef ég kynnst. Sumu verður aldrei hægt að gleyma en vonandi er hægt að læra að lifa með því. Af hverju að rifja upp látið fólk og ljótar minningar á hátíð ljóss og friðar? Af því að Íraksstríðinu er núna formlega „lokið", segja þeir, og þeirra látnu ber að minnast. Fólkið lést auk þess í stríði sem var valkvæmt. Innrásin í Írak var ekki óundirbúið viðbragð við ófyrirsjáanlegum atburðum. Valdamiklir leiðtogar tóku ákvörðun um að inn skyldi farið og inn sendu þeir hermenn. Árásin var val og innrásardagurinn var valinn af árásarríkjunum – hann hefði eins getað verið mánuði síðar, hálfu ári, heilu. Þrátt fyrir það var ráðist inn án nokkurrar formlegrar áætlunar um hvað taka ætti við eftir Saddam. Gríðarlega umdeild innrás – stórpólitískur og háalvarlegur atburður – reyndist fúsk. Menn skelltu skollaeyrum við varnaðarorðum, köstuðu til höndunum. Átta árum síðar eru vel yfir hundrað þúsund Írakar látnir, sumir segja margfalt fleiri. 4.486 bandarískir hermenn liggja í valnum. Bandarískir skattborgarar sitja uppi með reikninga sem eru svo háir að þá skilur varla nokkur maður. Fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hefur viðurkennt að „taktísk mistök" hafi verið gerð. Fyrrum ritari Bandaríkjahers hefur fullyrt að í varnarmálaráðuneytinu hafi menn séð fyrir sér að þar sem Írak yrði „frelsisstríð" yrði verkefnið „tiltölulega einfalt og viðráðanlegt". Enn fremur að sjónarhorn ráðamanna hafi verið nánast guðspekilegt: „Að þetta færi eins og þeir segðu að þetta færi." Sorrý strákar, það varð ekki að veruleika. Átta árum eftir innrás eru seinustu bandarísku herdeildirnar loks farnar heim en útlitið í Írak er skuggalegt og nákvæmlega engin ástæða til bjartsýni.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun