Krónan og kaupmátturinn Ólafur Þ.Stephensen skrifar 8. janúar 2011 06:15 Alþýðusambandið leggur upp með að auka kaupmátt launafólks í nýhöfnum viðræðum um nýja kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að launahækkanir hér á landi hafi á árabilinu 2005-2009 verið miklu meiri en að meðaltali í OECD-löndunum, eða um 32 prósent í samanburði við um tíu prósent. Á móti hefur ASÍ bent á að á sama tíma hafi kaupmáttur almennings hrunið. Hann náði hámarki um leið og góðærið, árið 2007, en hrundi á árunum 2008 og 2009. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að líklega hefðu launamenn hvergi í heiminum farið verr út úr bankahruninu en Íslendingar. Hann benti jafnframt á þá staðreynd að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunarinnar er vegna hruns krónunnar; það þurrkaði upp 15 prósent af dagvinnulaunum fólks. Vegna minni atvinnu hafa ráðstöfunartekjur heimilanna minnkað enn meira en sem því nemur, eða um rúmlega tuttugu prósent. Í umræðum um bankahrunið er stundum talað eins og það sé raunhæft markmið að koma lífskjörum almennings fljótlega aftur í sama horf og þau voru árið 2007. Það er því miður aðeins óskhyggja. Þau lífskjör byggðust á útblásnu bóluhagkerfi og hátt skráðum gjaldmiðli. Það mun taka langan tíma að ná aftur sama kaupmætti og það viðurkennir forseti Alþýðusambandsins. Hann segir að fyrir millitekjufólk, sem hefur orðið fyrir enn meiri kaupmáttarskerðingu en fólk með lágar tekjur, taki sennilega áratug að vinna upp skerðingu síðustu ára. Gylfi bendir á það sem ætti að vera orðið augljóst fyrir þjóð sem áratugum saman hefur búið við óstöðugt efnahagsumhverfi, þar sem umsamdar kjarabætur hafa horfið út í buskann þegar gengi krónunnar hefur fallið: „Það er engin launung að það efnahagsumhverfi og gjaldmiðill sem byggt verður á þarf að vera eitthvað traustara en það sem tíðkast hefur hingað til svo að tryggt verði að það sem vinnist hverfi ekki aftur tíu árum seinna." Þetta er lykilatriði við gerð kjarasamninga. Þar dugir ekki að horfa til skamms tíma, heldur verður að skoða allt umhverfi vinnumarkaðarins til lengri tíma. Launahækkanir munu enga þýðingu hafa ef ný dýfa gjaldmiðilsins tekur þær aftur af fólki. Allt tal um að skapa íslenzkum almenningi sambærileg lánakjör og fólk í nágrannalöndunum býr við, með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar, er sömuleiðis út í bláinn ef við ætlum áfram að búa við lítinn, sveiflukenndan gjaldmiðil. Þess vegna ætti það að vera skýr krafa bæði verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda að ríkisstjórnin haldi áfram vegferð sinni í átt til ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Engum hefur tekizt að sýna fram á betri kost til að tryggja stöðugleika. Hinir mörgu spádómar um hrun evrunnar og upplausn evrusvæðisins eru ótímabærir. Þeir sem telja að allt sé að fara til fjandans á evrusvæðinu mættu gjarnan skoða aðeins betur hvernig okkur hefur farnazt hér á krónusvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Alþýðusambandið leggur upp með að auka kaupmátt launafólks í nýhöfnum viðræðum um nýja kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að launahækkanir hér á landi hafi á árabilinu 2005-2009 verið miklu meiri en að meðaltali í OECD-löndunum, eða um 32 prósent í samanburði við um tíu prósent. Á móti hefur ASÍ bent á að á sama tíma hafi kaupmáttur almennings hrunið. Hann náði hámarki um leið og góðærið, árið 2007, en hrundi á árunum 2008 og 2009. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að líklega hefðu launamenn hvergi í heiminum farið verr út úr bankahruninu en Íslendingar. Hann benti jafnframt á þá staðreynd að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunarinnar er vegna hruns krónunnar; það þurrkaði upp 15 prósent af dagvinnulaunum fólks. Vegna minni atvinnu hafa ráðstöfunartekjur heimilanna minnkað enn meira en sem því nemur, eða um rúmlega tuttugu prósent. Í umræðum um bankahrunið er stundum talað eins og það sé raunhæft markmið að koma lífskjörum almennings fljótlega aftur í sama horf og þau voru árið 2007. Það er því miður aðeins óskhyggja. Þau lífskjör byggðust á útblásnu bóluhagkerfi og hátt skráðum gjaldmiðli. Það mun taka langan tíma að ná aftur sama kaupmætti og það viðurkennir forseti Alþýðusambandsins. Hann segir að fyrir millitekjufólk, sem hefur orðið fyrir enn meiri kaupmáttarskerðingu en fólk með lágar tekjur, taki sennilega áratug að vinna upp skerðingu síðustu ára. Gylfi bendir á það sem ætti að vera orðið augljóst fyrir þjóð sem áratugum saman hefur búið við óstöðugt efnahagsumhverfi, þar sem umsamdar kjarabætur hafa horfið út í buskann þegar gengi krónunnar hefur fallið: „Það er engin launung að það efnahagsumhverfi og gjaldmiðill sem byggt verður á þarf að vera eitthvað traustara en það sem tíðkast hefur hingað til svo að tryggt verði að það sem vinnist hverfi ekki aftur tíu árum seinna." Þetta er lykilatriði við gerð kjarasamninga. Þar dugir ekki að horfa til skamms tíma, heldur verður að skoða allt umhverfi vinnumarkaðarins til lengri tíma. Launahækkanir munu enga þýðingu hafa ef ný dýfa gjaldmiðilsins tekur þær aftur af fólki. Allt tal um að skapa íslenzkum almenningi sambærileg lánakjör og fólk í nágrannalöndunum býr við, með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar, er sömuleiðis út í bláinn ef við ætlum áfram að búa við lítinn, sveiflukenndan gjaldmiðil. Þess vegna ætti það að vera skýr krafa bæði verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda að ríkisstjórnin haldi áfram vegferð sinni í átt til ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Engum hefur tekizt að sýna fram á betri kost til að tryggja stöðugleika. Hinir mörgu spádómar um hrun evrunnar og upplausn evrusvæðisins eru ótímabærir. Þeir sem telja að allt sé að fara til fjandans á evrusvæðinu mættu gjarnan skoða aðeins betur hvernig okkur hefur farnazt hér á krónusvæðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun