Facebook-mynd með fernu 18. janúar 2011 05:30 Glee-hópurinn fagnaði verðlaunum sínum innilega á Golden Globe-hátíðinni. nordicphotos/getty The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira