Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 11:24 Rafael Nadal lék meiddur í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl. Erlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Sjá meira
Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl.
Erlendar Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Sjá meira