Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 11:24 Rafael Nadal lék meiddur í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl. Erlendar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl.
Erlendar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira