Katy Perry er netsmellur ársins 2010 7. janúar 2011 11:00 Þrátt fyrir að síðasta plata Katy Perry, Teenage Dream, hafi ekki farið vel ofan í gagnrýnendur virðast lesendur glamúrtímaritsins People vera sáttir við hana, því þeir völdu hana söngkonu ársins og netsmell ársins á árlegri verðlaunahátíð blaðsins, People's Choice Awards. Verðlaunin eiga sér 36 ára sögu en það voru þau John Wayne og Barbra Streisand sem hlutu þau fyrst. Með tilkomu netsins kjósa lesendur blaðsins fyrst og fremst gegnum vefsíðu þess. Hvorki meira né minna en 175 milljónir atkvæði voru greidd, sem er metfjöldi. Kynnir síðustu fimm ára hefur verið bandaríska leikkonan Queen Latifah og á því var engin undantekning þetta árið. Meðal helstu sigurvegara ársins má nefna að The Twilight Saga: Eclipse var valin besta kvikmyndin og leikkona myndanna besta leikkonan. Johnny Depp hreppti hins vegar nafnbótina besti karlleikari ársins og besti grínleikarinn var kjörinn Adam Sandler. Bestu sjónvarpsþættirnir voru House og Glee og lagið Love the Way You Lie með Rihönnu og Eminem var bæði valið besta lagið og besta myndbandið. Það skal þó tekið fram að verðlaunin þykja ekki gefa góða vísbendingu um það sem koma skal á Óskarnum eða Golden Globe en meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Taylor Swift var kjörin besta kántrísöngkonan og hefur væntanlega getað notað verðlaunin til að hugga sig eftir sambandsslit hennar og Jake Gyllenhaal. - fgg Golden Globes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta plata Katy Perry, Teenage Dream, hafi ekki farið vel ofan í gagnrýnendur virðast lesendur glamúrtímaritsins People vera sáttir við hana, því þeir völdu hana söngkonu ársins og netsmell ársins á árlegri verðlaunahátíð blaðsins, People's Choice Awards. Verðlaunin eiga sér 36 ára sögu en það voru þau John Wayne og Barbra Streisand sem hlutu þau fyrst. Með tilkomu netsins kjósa lesendur blaðsins fyrst og fremst gegnum vefsíðu þess. Hvorki meira né minna en 175 milljónir atkvæði voru greidd, sem er metfjöldi. Kynnir síðustu fimm ára hefur verið bandaríska leikkonan Queen Latifah og á því var engin undantekning þetta árið. Meðal helstu sigurvegara ársins má nefna að The Twilight Saga: Eclipse var valin besta kvikmyndin og leikkona myndanna besta leikkonan. Johnny Depp hreppti hins vegar nafnbótina besti karlleikari ársins og besti grínleikarinn var kjörinn Adam Sandler. Bestu sjónvarpsþættirnir voru House og Glee og lagið Love the Way You Lie með Rihönnu og Eminem var bæði valið besta lagið og besta myndbandið. Það skal þó tekið fram að verðlaunin þykja ekki gefa góða vísbendingu um það sem koma skal á Óskarnum eða Golden Globe en meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Taylor Swift var kjörin besta kántrísöngkonan og hefur væntanlega getað notað verðlaunin til að hugga sig eftir sambandsslit hennar og Jake Gyllenhaal. - fgg
Golden Globes Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira