Kári Steinn og Kristjana Sæunn valin íþróttafólk ársins í Kópavogi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 19:53 Kristjana Sæunn og faðir Kára Steins, Karl G. Kristinsson, en Kári gat ekki verið viðstaddur hátíðina. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate. Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate.
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira